Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 58
SKAGFIRÐINGABÓK
bjöllu og henni hringt til að minna Króksara á, að tími væri til
að mæta. Fyrir þetta fengu líka þessir krakkar að vera á sýning-
um. I Gúttó sátu þau uppi á púlti æðstatemplars, er var upp
við leiksviðið vinstra megin og þótti góður staður. Mikil ásókn
var x að komast í þessi störf, og tókst okkur bræðrum oft að
hreppa hnossið. Skugga-Svein sá ég til dæmis svo oft, að ég
kann enn alllanga kafla úr þessu leikriti.
Fiskisæld var oft mikil í Skagafirði, m.a. árin 1922-47, en
hlutur Króksara var frekar rýr, enda voru bátarnir fáir og smáir,
og fengu dugandi sjómenn ekki notið sín. Þegar þorpin á
Norðurlandi lögðu flest kapp á að efla sjávarútveginn, voru
Króksarar ennþá að gutla á árabátum og trillum, en þó með
nokkrum undantekningum. Ekki má þó kenna sjómönnum
um áhugaleysi, heldur þeim, er fjármagninu stjórnuðu. Sveit-
arstjórn, sparisjóðnum og kaupfélaginu bar helst skylda til að
efla sjávarútveginn, en sýndu honum lítinn áhuga eða engan.
Aftur á móti lagði hreppsnefnd Sauðárkróks alúð við að efla
landbúnað á Króknum, hún veitti lán og útvegaði styrki til
þessa. Kaupfélag Skagfirðinga daufheyrðist við óskum sjómanna
um að taka af þeim fisk og vinna að útgerðarmálum.
Steindór Jónsson, svili pabba, hafði áhuga á að efla atvinnu-
lífið á Sauðárkróki og gerði það, m.a. keypti hann fisk af sjó-
mönnum og saltaði. Þessi fiskur var breiddur til þurrkunar
niðri á Mölum, þar sem grunnskólinn stendur nú. Þetta skap-
aði nokkra vinnu, sérstaklega fyrir konur og börn, er unnu við
að breiða fiskinn. En pabba fannst ekki nóg að gert. Hann var
einn af ábyrgðarmönnum sparisjóðsins, og á fundi sjóðsins
flutti hann tillögu um, að sparisjóðurinn lánaði sjómönnum út
á veiddan fisk, svo að þeir gætu hafið róðra og eflt bátaútgerð
sína. Tillagan var felld af sjálfstæðismönnum. Þetta mislíkaði
pabba verulega og sagði sig úr flokknum. Hann mun þó hafa
kosið flokkinn í hreppsnefndar- og alþingiskosningum.
Um langan tíma voru aðalviðskipti sjómanna með fisk til
heimamanna og í sveitirnar. Bændur og Króksarar borðuðu
56