Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 93
Á FÆÐINGARSTAÐ STEPHANS G.
Skagafirði, fluttust með börn sín norður í Bárðardal og þaðan
alfarin til Vesturheims þremur árum síðar. Guðmundur lézt
1881, en Guðbjörg lifði til 1911.
Börn Guðmundar og Guðbjargar voru Stefán, fæddur 1853,
og Sigurlaug, sjö árum yngri. Vestanhafs ritaði Stefán nafn sitt,
áður en langt um leið, á erlenda vísu: Stephan G. Stephansson.
Víðimýrarsel mun vera eina býlið á Islandi sem tengist
Stephani G. í vitund alls þorra manna, og skyldi engan undra
eins og málum er hagað: Við þjóðbraut stutt frá Seli, á Arnar-
stapa, glæstum sjónarhóli, var skáldinu reistur heiðursvarði,
þar stöðva sumir sem um veginn fara bifreið sína, sé skyggni
gott, stíga út og virða fyrir sér Skagafjarðarhérað. Mjög fáir
munu þeir sem renna þá huganum til Kirkjuhóls, fæðingar-
staðar skáldsins, nokkru sunnar og neðar í sveit. Kirkjuhóll
virðist nær að öllu horfinn úr sögu Stephans. Sá bær var samt
hugstæður honum, ef til vill engu miður en Víðimýrarsel. Slíkt
má þó liggja milli hluta og hverfum þessu næst í anda heim að
Kirkjuhóli í Víðimýrarsókn um miðja öldina sem leið, þegar
Stefán litli Guðmundsson trítlaði þar um tún og móa.
II
Stefán leit þessa heims ljós í mjög þröngum og fátæklegum
híbýlum haustdaginn 3- október 1853-5 Fyrir því eru órækar
heimildir. Svo vill til að geymzt hafa þrjár nákvæmar úttekt-
argjörðir á Kirkjuhóli sem snerta búsetu foreldra hans þar.6
5 I kirkjubók stendur að Stefán væri fæddur 4. október, en hann ieiðrétti það
(sjá Bréfog ritgerðir IV, bls. 79). - Sumir túlkuðu nafnritun Stefáns svo, að hann
hefði verið skírður tveimur nöfnum: Stefán Guðmundur og þess vegna notað
millistafinn G. Hann var ekki skírður nema einu nafni, í kirkjubók er kross-
að yfir Guðmundur og Stefán ritað fyrir ofan. Einnig er leiðrétting í dálki um
skírnarvotta.
6 Úttektabók Seyluhrepps 1840-1864. í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
91