Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
uðu 160 kr. og seldust vel, þó að Presto-hjólin, án gírs, kost-
uðu 125 kr. Með Remington-hjólunum og reiðhjólaverkstæð-
inu, náðum við svo til alveg hjólamarkaðnum á Króknum.
Bræður mínir, Aðalsteinn og Ottó, voru stundum með mér á
hjólaverkstæðinu og höfðu öðlast nokkra reynslu í viðgerðum
og tóku við verkstæðinu að mestu leyti, er ég hóf úrsmíðanám
1929. Þeir sáu um hjólaverkstæðið í nokkur ár.
Nokkru áður en pabbi hóf sölu á reiðhjólum hafði hann
keypt verslunina Sápuhúsið (stofnað um 1913) af Stefaníu,
dóttur Jóns Hallssonar prests í Glaumbæ. Verslunin Sápuhúsið
var áður í Aðalgötu 9- Einnig tók pabbi að sér að selja ljósaper-
ur, öryggi og fleiri rafmagnsvörur f.h. hreppsins, sem hafði
einkaleyfi á sölu slíkra vara til 1945.
Fleiri vörutegundir mætti nefna, er fengust hjá Michelsen.
Um tíma verslaði hann með skrúfbolta og rær og lítilsháttar af
sælgæti og einstaka matvöru (pakkavöru), að ógleymdri álna-
vöru. I eitt skipti fékk hann allstóra sendingu af dömuhöttum
er þá voru í tísku. Þeir seldust bara vel.
Pabbi var góður sölumaður, átti gott með að ná sambandi við
fólk. Hann var ræðinn og spaugsamur og gerði ekki manna-
mun. Hann prettaði ekki. Hann leiðbeindi viðskiptavininum.
Hér er eitt dæmi af mörgum: Miðaldra maður, ekki nýrakaður,
kom og spurði um raksápu og bætti við, að raksápurnar entust
illa. Pabbi taldi það ekki vera rétt, en það þarf að fara rétt að.
Þú vætir vangana, setur sápuna létt á húðina framan við annað
eyrað og strýkur niður kjálkann og upp að hinu eyranu og svo
til baka. Sá skeggjaði sagðist hafa strokið oft um vangana og
fór ánægður með sápuna og leiðbeininguna.
Pabbi var yfirleitt sjálfur í búðinni. Um tíma var Elínborg,
yngsta systir mömmu, við afgreiðslu, en það er fyrir mitt
minni. Eg er elstur bræðranna og fékk snemma það hlutverk að
líta eftir búðinni, sérstaklega eftir að ég byrjaði úrsmíðanámið.
Einnig leit mamma oft eftir búðinni eftir að barneignum lauk.
Sölumenn komu oft til pabba á uppvaxtarárum mínum, þeir
52