Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 136
SKAGFIRÐINGABÓK
jafn fullvaldur örlaga sinna, svo meiri af verkum sínum.“ Á
svipuðum nótum var náinn vinur og vegbróðir Stephans
vestra, Jóhann Magnús Bjarnason, rithöfundur, Ijóðskáld og
kennari, er hann segir um vin sinn látinn, að hann hafi verið
mikill vitmaður og eitt mesta skáld, en „samt meiri sem mann-
kostamaður og mannvinur."
„Stephan sætti ámæli fyrir ýmsa hluti,“ segir Sigurður
Nordal. „Hann lét sér flestar þessar ásakanir í léttu rúmi liggja.
En eina þeirra tók hann óstinnt upp: að hann væri kaldlyndur
og léti vitið bera hjartað ofurliði. ... Honum var tamt að bíta á
jaxlinn, þegar að honum svarf, vera þá þurrlegastur og fá-
mæltastur, er honum var mest niðri fyrir. Hann líkir sér sjálfur
við „útskaga kaldbak," sem hretviðrin hafi urið. Ókunnugum
mönnum var ofætlun að sjá, hvernig honum var innan brjósts.
Og eins hélt hann oft í ljóðum sínum tilfinningunum í skefj-
um, þegar þær voru heitastar. ... I raun og veru var Stephan svo
tilfinningaríkur, að hann fann nauðsyn þess að vera á varðbergi,
svo að skapið yrði honum ekki að voða. Hann hafði bolmagn
vits og vilja til þess oftast nær. Og hitt gat aldrei freistað
hans að æsa sig upp eða skýla auðn hjartans með „ofláta
rnælgi". ...Hvernig hann yrkir um sínar eigin sorgir kemur
best fram í erfiljóðunum um móður hans og sonu. Kvæðið um
Gest er ort fáum dögum eftir að hann beið bana (Gestur lést af
slysförum 16 ára gamall, er hann snerti girðingarvír rafhlaðinn
eftir regnskúr). ... Og það er engin furða, þó að Stephan gæti
ekki fellt sig við þann dóm merks manns, að hann hefði ort um
son sinn án þess að honum væri heitt um hjartað.“
Áður en lengra er haldið er við hæfi að horfa um öxl og virða
lítillega fyrir sér þann jarðveg, sem Stephan var vaxinn úr og
líta á það lífshlaup, sem bar svo ríkulegan ávöxt.
Stefán Guðmundur Guðmundsson var hið íslenska nafn hans.
Hann fæddist 3. október árið 1853 að Kirkjuhóli í Skagafirði,
næsta bæ suður frá Víðimýri, „undir Vatnsskarði," eins og kom-
ist var að orði. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Stefáns-
134