Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 46
SKAGFIRÐINGABÓK
og síðar Félag ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði, er starfaði
fram í héraði, og sat um tíma í stjórn þess.
Ég sótti um inngöngu í verkalýðsfélagið Fram. Mér var tjáð,
að félagsmenn sætu fyrir með vinnu. Eftir miklar umræður um
umsókn mína á fundi í Fram var umsóknin samþykkt með
naumum meirihluta. En ég lét ekki þar við sitja og stillti upp
lista til stjórnar á næsta aðalfundi. Efsti maður á listanum var
Pétur Jónasson, svo kom Agnar Jónsson. Ég man ekki lengur
nöfn annarra, er á listanum voru, nema ég var neðstur og talaði
fyrir listanum. Allir voru þeir sjálfstæðismenn, einnig Pétur
Jónasson, en hann var bróðir Hermanns Jónassonar, síðar for-
manns Framsóknarflokksins.
Við fengum ekki nægilegt atkvæðamagn til að fella stjórn-
ina. En þetta sýndi greinilega, að mikil óánægja var með að-
gerðir stjórnar verkamannafélagsins Fram og úthlutunaraðferð-
ir hennar á vinnu, en félagið hafði samið við atvinnurekendur
um að mega úthluta vissum störfum eins og fyrr segir.
Á hreppsnefndarfundi 8. apríl 1914 voru brunavarnarmál
Sauðárkróks á dagskrá. Aðalefni fundarins var að gera þær ráð-
stafanir, er hreppsnefndinni bar til að koma á skipulagsbundnu
fyrirkomulagi á brunavörnum hreppsins, einkum er varðaði
eftirlit gegn brunahættu og stofnun slökkviliðs samkvæmt lög-
um um brunamál. Miklar umræður urðu um málið, en loks
urðu hreppsnefndarmenn sammála um, að ekki væri hjá því
komist, að sveitarsjóður kostaði eftirlitsstarfið. Þessari sam-
þykkt var fylgt eftir með því að kjósa tvo menn til starfsins án
launa. Kristján Blöndal póstmeistari var kosinn til eftirlits
með eldfærum og reykháfum, til eins árs, en úrsmiðurinn
Jörgen Frank Michelsen var kosinn slökkviliðsstjóri til þriggja
ára. J. Fr. Michelsen hófst strax handa sem slökkviliðsstjóri.
Hann fékk áhaldahús í norðausturhorni kjallara Barnaskólans,
Aðalgötu 2. Vatnsslöngur voru keyptar og fleiri áhöld. Einnig
var keyptur brunalúður, sem var eins og lítið koffort í laginu,
gamall þokulúður af skipi. Hann var geymdur á vinnustofu
44