Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 195
BARNSHVARF í HORNBREKKU
urnar sem verða æ brattari þegar ofar dregur. Loks er hann
kominn að fjallshlíðinni sem þarna er mjög brött og
skriðurunnin, en til suðurs liggja Leirdalir, nokkuð langir og
djúpir, graslaust svæði milli fjallsins og hólanna. Þarna var eitt-
hvað nýtt að skoða. Hann gengur suður Leirdalina. Sunnan
þeirra og nokkru ofar eru svo Bekkirnir. Þangað upp er brött,
en ekki ýkja löng brekka. Þarna var hann kominn upp fyrir alla
hóla og sá nú vel yfir sveitina. Allnokkru neðar og utar kúrðu
Brekkubæirnir fjórir í nýslegnum túnunum.
Ofan Bekkjanna eru blásnir melhryggir og skriður, en þess á
milli grónir rindar, sem teygja sig langt upp eftir fjallinu. Eng-
inn veit nú hversu lengi stóð glíma drengsins við fjallið, en loks
hlaut þreytan að sigra, dapur og vonsvikinn sneri hann við og
hóf gönguna niður, en nú var þetta ekki lengur gaman. Hann
hrasaði æ oftar. Þegar hann kom niður á Bekkina, gekk hann
sem í draumi, augun þrútin af þreytu og svefnþörf, og nú gætti
hann sín ekki, en skjögraði beint inn í þéttan birkirunna, sem
varð á leið hans. Þar datt hann aftur og aftur, en reif sig á fætur
og gekk eða skreið nokkra metra. Loks lá hann kyrr. Svefninn
og þreytan voru að sigra. Hann yrði að hvíla sig, bara svolítið. I
raun leið honum ekki illa, þráði aðeins hvíld. Hann var svo
óskaplega þreyttur. Þungur ilmurinn frá birkinu var góður og
róandi, ef til vill var þá síðasta hugsun hans: „Mamma,
mamma, lagaðu sængina mína, mamma mín.“
Heimildir
Kirkjubœkur Hofs- og Barðssóknar; Skagfirzkar æviskrán Einar Jóhannsson; eigin
staðþekking.
13 Skagfirðingabók
193