Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 61
DANSKI ÚRSMIÐURINN SEM VARÐ SKAGFIRÐINGUR
1928 og gekk undir nafninu Ægisfélagið. Það var stofnað af
þrem ungum mönnum: Alberti Sölvasyni, Valgarði Blöndal og
Magnúsi Bjarnasyni. Ægir var þriggja tonna eikarbátur, og
gekk útgerðin allvel í fyrstu og skapaði mikla atvinnu. En árið
1931 snerist á ógæfuhliðina með verulegum taprekstri upp frá
því, og var útgerðinni hætt 1935 og Ægir seldur burt.
Um sömu mundir sem Ægisfélagið er að gefast upp, berst
pabbi fyrir því, að útgerð á Sauðárkróki sé stóraukin, ekki látið
við það sitja að kaupa smábolla, heldur stórt skip! Það þurfti
mikið áræði til að hrinda slíku í framkvæmd á þeim dögum.
Faðir minn var með stöðugan áróður x sjómönnum, sem mjög
komu í búðina til hans. Voru útgerðarmálin rædd og reifuð
kvöld eftir kvöld í skammdeginu, þegar atvinnuleysi kreppu-
áranna þjakaði allan almenning. Eina vonin til að bæta þetta
ástand var bundin við síldveiðarnar.
Félag var stofnað um væntanleg skipakaup, s.f. Tindastóll.
Ákveðið var að kaupa 97 tonna gufuskip smíðað í Englandi, en
var á söluskrá í Oostende í Belgíu vorið 1936. Kaupverð var
1.000 pund eða 22.150 krónur miðað við þáverandi gengi. Við
þessa upphæð bættist svo trygging skips og áhafnar, ferð henn-
ar út og ýmis kostnaður í Oostende. Allt þetta nam þúsundum
íslenskra króna. Aðalmennirnir í stofnun þessa útgerðarfélags
auk pabba voru Steindór Jónsson og nokkrir sjómenn, sem að
sjálfsögðu voru skráðir á skipið. Er skipakaupin voru frágengin
var áhöfnin send utan. Sitthvað þurfti að lagfæra og yfirfara og
gera skipið sjóklárt til Islandsferðar. Dag nokkurn kom Stein-
dór í búðina til pabba og tilkynnti honum, að skipið væri til-
búið til heimferðar, aðeins vantaði nafn á það. Eg heyrði þetta
inn á vinnustofuna. Það var eins og skipsnafninu væri strax
hvíslað í eyra mér, og ég kallaði fram til þeirra: „Skagfirðingur".
Þeim leist strax vel á nafnið, og þar með var það ákveðið. Skrá-
setningarnúmer skipsins varð SKl. Nafnið Skagfirðingur hefur
síðan verið á flaggskipum Skagfirðinga. Sannkallað heiðursnafn
á skipum, er hafa verið gerð út á Sauðárkróki og er það vel.
59