Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 106
SKAGFIRÐINGABÓK
hvergi að finna neins konar heiðursteikn, helgað þessum mikla
vormanni íslenzkrar tungu. Oðrum Fjölnismönnum hafa verið
reistir bautasteinar í landinu sem er „fagurt og frxtt“ eins og
Konráð komst að orði og Jónas nýtti sér x kvæðinu góða.
Konráð Gíslason fæddist á Löngumýri og átti fyrstu spor sín
í Vallhólmi, en var síðar til heimilis á Ytra-Skörðugili. Þaðan
fór hann suður í Bessastaðaskóla. Endurminningar sem hann
rakti áratugum síðar í Kaupmannahöfn tengjast meðal annars
Langholti. Og nú hefur tíminn hugsað ráð sitt svo vel og fag-
urlega að þar, á hárréttum stað, nákvæmlega á mörkum Ytra-
og Syðra-Skörðugils, lætur hann trjálund bíða Konráðs! Mér
hefur verið sagt að sá lundur sé á vegum ungmennafélaga og
tæpast eldri en frá 1950-60. Sögu hans þekki ég ekki að öðru
leyti. Þessi afgirti, þögli lundur - fast við þjóðbrautina milli
Varmahlíðar og Sauðárkróks - virðist hins vegar ekki þjóna
neinum sérstökum tilgangi eins og stendur. En hann á sér til-
gang: Hann bíður Konráðs! Eg kalla hann í huga mér Kon-
rdðslund og óska þess heils hugar að honum verði lokið upp, að
hann verði fegraður á ýmsan hátt og að þar rísi minnismerki
um Konráð Gíslason, engu óveglegra minnismerkinu sem ný-
lega var reist vini hans, Jónasi Hallgrímssyni, í Jónasarlundi í
Öxnadal. Ungmennafélög voru í öndverðu samtök vormanna
Islands og höfðu að kjörorði „ræktun lands og lýðs“. Þess vegna
er við hæfi að fá þessum lundi það göfuga markmið að vera til
heiðurs vormanninum sem fremur öðrum ritstýrði Fjölni og
var auk þess „einn af hinum merkustu vísindamönnum, sem
Island hefur átt á þessari öld“, eins og ritað var um Konráð
Gíslason við andlát hans 1891.19
Nú eru tímar þróttmikillar athafnasemi. Með hliðsjón af því
þyrfti ef til vill ekki að rekast á, að í senn væri hugað að menn-
ingargildi Kirkjuhóls og Konráðslundar. ,
I september ’99
19 Úr ævisögu Konráðs Gíslasonar eftir Björn Magnússon Ólsen. Merkir íslend-
ingar. Nýr flokkur III. Rv. 1964, bls. 115.
104