Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 176
SKAGFIRÐINGABÓK
við kjötvinnslu, og hjá henni fékk ég það sem mig vantaði, eða
um 300 völur. Áslaug reyndist öllum vel, er henni kynntust.
Gunnar á Selnesi, faðir Áslaugar, var orðinn gamall, er ég sá
hann fyrst á Króknum. Þangað kom hann stundum á báti með
sjómönnum, sem komu þar við og tóku hann með. Helst var
það Pálmi á Stöðinni, og hjá honum sat hann lengst og oftast á
bryggjunni eða á planinu og ræddi um veiðiskap og sjó-
mennsku og margt fleira. Þá hlustaði ég vel eftir gömlum fróð-
leik og man hann vel eftir öll þessi ár. Ég man líka vel eftir
Gunnari og útliti hans. Hann var í gráum jakkafötum, spæla-
jakka, sem þá þóttu fallegar skjólflíkur, einnig var hann í peysu
og með spælahúfu, þar sem spælarnir voru hnepptir með
tveimur tölum, víxllögðust uppi á kollinum og hægt að fletta
húfunni niður. Tók hún þá út fyrir jakkakragann, og var
spælunum hneppt undir hökuna. Fótabúnaðurinn var vaðstíg-
vél. Gunnar var í hærra meðallagi, en orðinn grannur, stórar
hendur hans minntu á, að hann hafði verið hraustmenni.
Hann var með yfirskegg, sem mér þótti sérkennilegt. I hægra
munnviki var stór sveipur, sem sveigði það allt til vinstri. Hann
var hæruskotinn, talaði hægt, en málfar hans bar með sér, að
hann var bæði spakur að viti og burðum.
Við Áslaug ræddum um margt, en það merkilegasta fannst
mér það sem hún sagði mér um Árna vert og járnsmið, sem
kallaður var faðir Sauðárkróks, og konu hans, sem var föður-
systir hennar. Skal það hér endursagt. Árni var fæddur 18. des-
ember 1827 á Ríp í Hegranesi. Hann fluttist til Sauðárkróks
1871 og byggði þar fyrsta íbúðarhúsið ásamt smiðju o.fl. Það
gerði hann árið 1872. Ári síðar, 1873, byggði hann vertshús.
Þessir moldarkofar stóðu vestan við núverandi hús Jóns Nikó-
demussonar. Árni var lengst af kallaður vert, þó hann væri
lærður klénsmiður (járnsmiður). Þá handlagni sótti hann til
föður síns, Árna Sigurðssonar langafa míns, sem kenndur var
við Stokkhólma. Árni vert var talinn dverghagur, þó ekki væri
hann eins fjölvirkur og faðir hans. Hann fór til Danmerkur til
174