Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 44
SKAGFIRÐINGABÓK
verkið greiddi ég ekki í peningum, ég væri að fara til Dan-
merkur með haustinu til framhaldsnáms í úrsmíði og þyrfti á
öllum mínum peningum að halda og meira til. Niðurstaðan
varð sú, að ég fékk ekki að leggja mitt dagsverk til hafnargerð-
arinnar.
Pétur var sanntrúaður krati og hugsanagangurinn í ósam-
ræmi við jafnaðarstefnu. Pétur var duglegur verkamaður og sá
vel fyrir sínu stóra heimili. Kona hans var Ólafía Sigurðardótt-
ir, mikil dugnaðarkona. Þau eignuðust fyrst einn son og síðan
12 dætur. Allt mannvænlegt fólk. Rafn Pétursson snerist gegn
föður sínum í pólitíkinni og gerðist sjálfstæðismaður og sat um
tíma á Alþingi fyrir þann flokk. Gott samband og vinátta var
milli Rafns og okkar bræðranna. Kratar og kommar töldu alla
auðvald, ef þeir voru sjálfs sín húsbændur í eigin fyrirtækjum.
Eitt sinn hafði verið margra daga síldartörn og hið hefð-
bundna starfsfólk á síldarplaninu var alveg útkeyrt eftir at-
ganginn og var farið heim til að sofa. Nú vantaði fólk. Stein-
grímur Arnason var verkstjóri á síldarplani hjá Gísla Vil-
hjálmssyni síldarsaltanda. Steingrímur reyndi víða fyrir sér.
Kom m.a. til mömmu og bað hana að hjálpa sér við að bjarga
síldaraflanum. Mamma varð við þessu og vann einn dag. En
þegar Kotungur, blað kommanna, kom næst út, var skammar-
grein og níðvísa um mömmu, þessa auðvaldskerlingu er væri
að stela vinnu frá fátækum verkalýð. Svona var Sauðárkrókur í
þá daga. Hörð pólitík. En það var ekki alls staðar lokað á okk-
ur. Það voru líka atvinnurekendur og verkstjórar, sem litu
öðruvísi á atvinnumálin og þörf okkar fyrir vinnu og létu ekki
þröng pólitísk sjónarmið ráða, t.d. Kristinn Gunnlaugsson tré-
smiður, er var stundum verkstjóri. Hjá honum fengum við oft
vinnu, þrátt fyrir að pabbi og Kristinn væru ekki sammála í
pólitík. Þeir gátu talað saman og voru góðkunningjar. Steindór
Jónsson sá oft um uppskipunarvinnuna, og hjá honum fékk ég
oft vinnu, t.d. er hann fékk timburfarm, frá Noregi, kolaskip
eða saltskip. Ur lestum kolaskipanna komum við líkastir negr-
42
J