Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 192
SKAGFIRÐINGABÓK
„Telurðu að drengurinn hafi þá ekki verið sendur neitt, til
dæmis að líta eftir kvíaánum?“ spyr ég. Einar taldi það af og
frá. Það var einmitt vandamálið, er fjölmenn leit hófst í birt-
ingu morguninn effir, að engin vissi í raun í hvaða átt líklegast
væri að leita. Giskað var á, að hann hefði farið að elta fugla.
Lóan var um þetta leyti farin að hópa sig og settist mjög á tún-
in. Hún var að búa sig undir ferðina löngu í vetrarlöndin og
ungarnir frá í vor að æfa flugið. „Ekki veit ég hvernig leitinni
var hagað“, sagði Einar, en hún mun einkum hafa beinst að
flóanum neðan Brekkubæjanna, sem var í raun hættulegur
börnum. Þar voru stampar og lækir með hættulegum holbökk-
um, sem runnu ýmist ofanjarðar eða neðan. Svæðið var þaul-
leitað allt til sjávar og fjörur gengnar. Eflaust var fjalllendið
ofan bæjanna leitað líka, en það er fremur erfitt leitarsvæði.
Litlu-Brekkuhólarnir eru mjög upplyftir og djúpar lautir á
milli. Þar gat sex ára barn víða leynst í djúpum gjótum eða bak
við stein. Leitinni var haldið áfram meðan nokkur von var að
barnið fyndist á lífi, en hún bar engan árangur. Loks var henni
hætt, menn hölluðust helst að því að drengurinn hefði farið í
flóann. Hann skilaði sjaldnast því sem í hann fór. Leið svo
sumarið og haustið án þess nokkuð vitnaðist frekar um ferðir
drengsins.
Veturinn lagðist yfir og huldi haustbleika jörðina mjallhvítri
sæng sinni. Yfir flaug krummi, sem fránum augum leitaði sér
ætis. Ætla má, þegar norðanhríðarbyljirnir hristu lágreist bæj-
arhúsin í Hornbrekku og veinuðu ámáttlega við þekjuna, að
húsmóðirin hafi stundum legið andvaka í hvílu sinni og hugs-
að um litla einstæðingsdrenginn, sem henni hafði verið trúað
fyrir. Hún hafði brugðist honum, ekki gætt hans nógu vel. Ef
hún hefði leitað hans strax, er hún vissi að hann var horfinn úr
barnahópnum í stað þess að álykta, að hann hefði hlaupið til
heyskaparfólksins. Heima við bæinn voru engar hættur fyrir
börn. Túnið þurrt og hallandi niður frá bænum. Bæjarlækur-
inn nokkuð frá og alls ekki hættulegur á þessum tíma. Hvernig
190