Skagfirðingabók - 01.01.2001, Blaðsíða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
siglt til Québec. Fyrstu tvo eða þrjá sólarhringa ferðarinnar frá
Islandi vakti Stephan að mestu leyti. Langaði til að sjá landið
sitt á meðan þess var nokkur kostur. En það var sveipað þoku
þangað til á þriðja degi um kvöldið, þá „blámaði fyrir öllu,
sem þá var eftir af Islandi, tveimur eða þremur þúfum, sem
hurfu hver af annarri."
Aðstaða og atlæti allt á Queen var hið ömurlegasta, enda var
það fyrst og fremst hrossaflutningaskip. En allir urðu að sætta
sig við hlutskipti sitt, um annað var ekki að ræða. Þegar til
Kanada var komið, hélt fjölskylda Stephans ásamt nokkrum
fleiri af samferðafólkinu suður til Bandaríkjanna og settist að í
Shawano County í Wisconsin. Fór Stephan brátt að vinna þar
við skógarhögg og aðra erfíðisvinnu. I Wisconsin gerðist hann
landeigandi. Þá skal þess hér getið, að með í vesturferðinni var
fjölskyldan frá Mjóadal, sem einnig settist að á svipuðum slóð-
um. Dóttir hjónanna, frænka Stephans, hét Helga Sigríður
Jónsdóttir. Hún og Stephan felldu hugi saman og gengu í
hjónaband 28. ágúst árið 1878.
Um þær mundir voru eigur hans, að nafninu til, liðugar 160
ekrur afhöggvins furuskógar, „kröksettar stórstofnum og sendn-
ar,“ 12 ekrur að mestu hreinsaðar, allgott íbúðarhús á þess tíma
mælikvarða, þrír eða fjórir nautgripir og „giftingartollurinn,"
sem síra Páll Þorláksson vildi ekki taka af honum, af því að
giftingin hefði verið fyrsta prestsverkið, sem hann vann fyrir
íslendinga. Síra Páll hafði hlotið sína guðfræðimenntun á norsk-
um prestaskóla í Minnesota, þar sem strangtrúarstefnu var
mjög haldið fram.
Helga Jónsdóttir reyndist manni sínum frábær eiginkona, og
var hjónaband þeirra alla tíð hið farsælasta og svo ástúðlegt, að
orð var á því haft. Yngsta dóttir þeirra hjóna, Rósa, gefur svo-
fellda lýsingu á foreldrum sínum: „Faðir minn var alvarlegur á
svip, aldrei flossa kátur, en ef á hann var yrt, var viðmótið ætíð
jafnþýtt, hvernig sem ástæður voru, því hann hafði alveg sér-
138