Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 9
MÚLAÞING
7
ári síðar, Stefán var dæmdur í hórsekt, nema hann synjaði
fyrir faðernið með elði. Hjónin voru dæmd til húðlátsrefsing-
ar fyrir barnsvillu. Guðrún Halldórsdóttir var dæmd í sekt
fyrir hylmingu. Guðrúnu Þorsteinsdóttur var sleppt við refsi-
dóm.
Stefán sór loðinn, orðflókinn eið fyrir faðernið og mun því
hafa sloppið við hórsektina.
Nú líða svo fimm ár, að ekki segir neitt af Stefáni.
Árið 1830 var Guðrún Halldórsdóttir enn t'.l heimilis í
Litluvík og þá með son sinn 5 ára ófeðraðan, Svein að nafni,
kenndan til móður sinnar (Guðrúnarson). Talið var að Stefán
væri faðirinn, en engar sönnur voru fyrir því fengnar. Piltur-
inn var auknefndur Kuflungur, þegar hann varð fulltíða. Lík-
legt er að Stefán hafi verið faðir þessa drengs.
1 Litluvík munu þau Stefán og Anna hafa búið til vors
1832. Þá flytur þangað bóndi úr Borgarfirði. Segir nú ekki
af þeim fyrr en 1835. Þá hafa þau byggt sér nýbýli í Víðidal,
afréttardal milli Hofsjökuls og Kollumúla, en hafa eflaust
flutt þangað ári fyrr. Er býlið talið til Hofssóknar í Álfta-
firði, en dalurinn er talinn afréttarland frá Stafafelli. Heima-
fólk þeirra það ár og næsta er ekki annað en vinnumaður,
að nafni Sveinn Halldórsson, 71 árs að aldri. Hjónin fá þann
vitnisburð hjá presti, að þau séu vel læs, vel kunnandi og
hegði sér ,,ei illa“. Þriðja árið er hjá þeim tökubarn, Halldór
Jónsson. Aldurs er ekki getið. Líklega hefur þetta verið
léttadrengur og sumarsmali. Fjórða árið er hjá þeim vinnu-
kona, Guðrún Aradóttir að nafni, en drengurinn er þar ekki.
Herma sagnir að hann hafi dáið og verið jarðsettur þar. Getur
svo hafa verið, því að langt var til byggða, og gat verið
ófært að koma líki til greftrunar við kirkju. Ekki finnst
drengurinn meðal dáinna í næstu sóknum.
Örðugur hefur þeim reynzt búskapurinn á nýbýlinu. Þau
yfirgefa það og flytja í húsmennsku að Flugustöðum í Álfta-
firði. Þaðan flytja þau eftir árið í Fossárdal að sögn prests-
þjónustubókar, en þangað finnast þau ekki innkomin. Líkast
er að þeim hafi brugðizt sú staðfesta, sem þau töldu sér búna