Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 21
MÚLAÞING
19
en tíu. Á milli þeirra liggur svo oft lárétt svæði, sem getur
verið allbreitt, kannski 100—200 metrar upp að næsta hjalla,
og svo koll af kolli, unz heiðin tekur við.
Neðsta brekkan, sú sem fyrst er lagt í, þegar farið er til
Héraðs af Seyðisfirði, er hæst og bröttust allra Vestdals-
brekkna, enda ber hún he:tið Brattabrekka. Þar stönzuðu
lestamenn ætíð, löguðu á hestunum það sem þurfti, hertu á
gjörðum, sérstaklega á framgjörðum. Mátti segja, að megin-
þungi klyfjanna hvíldi á framgjörðinni, þegar farið var upp
í móti, en öfugt, þegar farið var undan brekku. Þá var það
afturgjörðin, sem allt valt á. Farkostur allur þurfti því að
vera traustur. Þessi venjulegi undirbúningur gekk greiðlega,
þótt að mörgu væri að hyggja. Létum við nú hestana renna
af stað. Nú fórum v:ð að horfa nokkuð þéttan eftir samferða-
mönnunum, því að hér áttu þeir eftir umtali og loforði að ná
okkur í síðasta lagi, en ekki bóiaði á neinum þeirra.
Og hér var það víst, sem ferðafélagi og fulltingismaður
okkar strákanna seildist ofan í hnakktösku sína, dró upp úr
henni fulla þriggja pela flösku og kvað ekki seinna vænna að
afmeyja ferðapyttluna. Við strákarnir inntum eitthvað að þvi,
að við mundum hafa gleymt ferðapelanum. Félaginn kvað það
ekki mundu koma að sök, þetta mundi endast okkur yfir
fjallið, það væri óblandaður consentratus. Tók hann síðan upp
vasafleyg, hellti í hann vel hálfan úr flöskunni, fyllti síðan
með vatni, bauð okkur að súpa á og tók svo líka sjálfur.
Þótti svo ekki annað hlýða en tekin væri önnur umferð.
Er nú ekki að orðlengja það, að við héldum upp allar Vest-
dalsbrekkur án þess að nokkuð bólaði á ferðafélögum okkar.
Sopið var annað slagið á pelanum, hann tæmdur og blandað
á hann á ný. Ég fór að taka eftir því, þegar upp í brekkurnar
dró, að farið var að svífa dálitið á félaga mína, einkum
piltinn. Mig sló þetta dálítið illa, og dreypti ég ekkert á pel-
anum eftir það.
Þegar v:ð komum upp undir Vatnsbrekku, sem er siðasta
og efsta brekkan upp á heiðina, hnígur pilturinn allt í einu
af baki. Við hlupum honum til aðstoðar; var hann þá stein-