Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 47
MÚLAÞING
45
„At Kammeret er enligt með Amtmanden i, að det paa-
ligger Sysselmand Gudmund Petersen som Embedspligt
uden Betaling at infordre den Contribution, som svares
til broen over Jökelsaaen; hvorom Amtmanden skulle til-
iægge ham fornöden Ordre“. (Lovsaml.6,228).
Virðist svo sem amtmaður hafi leitað álits Rentukammers-
ins um þetta atriði vegna de:lu við sýslumann, sem þá var
Guðmundur Pétursson í Krossavík. Vafa’ítið hefur þessi skatt-
heimta verið óvinsæl af íbúum sýslunnar og því orðið sýslu-
mönnum ærið fyrirhafnarsöm. Ekki er getið um fleiri slík
deilumál í sambandi við innheimtu tollsins.
Brúin, sem byggð var árið 1783, stóð í rétt 40 ár eða til
ársins 1817, en þá var hafizt handa um smíði nýrrar. Árin
1814—15 ferðaðist Ebenezer Hendersson um Island. Lýsir
hann brúnni á Jökulsá í ferðabók sinni og ber henni ekki vel
söguna. Það ber þó að hafa í huga, að þá var brúin frá 1783
komin að falli, svo sem engin furða var, enda þótt hún væri
farin að láta sig nokkuð. Skömmu síðar hófst líka smíði
nýrrar í hennar stað, sem áður er getið. Hendersson lýsir
brúnni þannig:
„Yfir gljúfur þetta hefir verið gerð veigalítil trjebrú og
er á henni handrið báðumegin, þannig gert, að nokkrir
stólpar ganga upp frá ásnum og þeir tengdir saman að
ofan á fimm stöðum, og er þá eins og þarna sje svo
margar dyr“. (Hendersson, 126).
Hendersson segir, að brú’n hafi öll leikið á reiðiskjálfi,
þegar farið var yfir hana. Hann telur traustleika hennar ekki
meiri en svo, að handsterkur maður muni geta skekið hana
aila í sundur á minna en stundarfjórðungi. Yfir brúna komst
hann þó heilu og höldnu, með því að teyma einn og einn hest
yfir í senn og bera farangurinn. (Hendersson,126—127).
Hinn 30. júlí 1817 er gefin út konungleg tilskipun um end-
urbyggingu brúarinnar á Jökulsá. Segir þar, að samkvæmt
skýrslu sýslumannsins í Norður-Múlasýslu sé brúin frá 1783
nú orðin næstum ófær til umferðar og óski hann eftir stór-
viðum til epdurbyggingar hennar. Segist Rentukammerið hafa