Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 73
MÚLAÞING
Yl
tekið við embættinu þá um vorið hinn 5. maí. Hann var áður
dómkirkjuprestur í Reykjavík og konungkjörinn alþingismað-
ur eitt ár, danskkvæntur, og hefur að þessum tíma verið lítið
látið með hann í kirkjusögu, en vera má að þar sé einhverju
gleymt er vel má horfa, og drjúgum fækkaði prestum á ís-
landi meðan hann var yfirbjóðandi kirkjumála í landinu.
Þetta er undarlegt kristindómsástand í ekki meira landi en
Austuriand er. Hinum nýbakaða biskupi þótti sér eigi til setu
boðið, og gamli biskupinn var enn við líði og hægt að bera
undir hann stórræðin. Biskup drakk nú stríðsölið og stefndi
á Austurland. Þar var hann kominn á sumri 1890. Náttúr-
lega hafði ákvörðun verið tekin um það í dönsku kirkjumála-
ráðuneyti að hreinsa til í kirkjum á Austurlandi, ef biskupinn
— að athuguðu máli — teldi þess þörf. Hann þyrfti því ekki
annað en birta bréf hins danska ráðuneytis ásamt þóknan-
legum vilja sjálfs sín. Gætilega þurfti að fara að öllu. Söfn-
uðirnir voru hættir að una dönsku náðarveitingunum á prests-
embættunum, og hvergi hafði þetta komið betur í ljós en á
Austurlandi, þar sem kirkjan átti í stríði við myndarlegan
fríkirkjusöfnuð í einu prestakallinu. Verið gat nú að söfnuð-
irnir fylgdu presti sínum út úr þjóðkirkjunni, og þá var verr
á stað farið en heima setið og ekki líklegt að prestar kærðu
sig um safnaðarlaust embætti. Sást nú hvar hofmenn riðu á
Austurlandi og stefndu til stórræða í helgidómi drottins.
Fyrst var numið staðar í Hofteigi, og hélt biskup messu í
nafni heilagsanda og með fulltingi allra heilagra, fullur af
bróðurkærleika, boðorðum og lögmáium og blessaði yfir söfn-
uðinn. Þá tilkynnti hann ákvörðun kirkjustjórnarinnar, að
víkja séra Stefáni Halldórssyni frá guðsþjónustu og spurði
söfnuðinn hvort hann hefði nokkuð við það að athuga að
presturinn væri suspenderaður frá embætti (stendur í vísitasí-
unni). Söfnuðurinn hefir líklega ekki skilið orðið, en súpa
var ætíð góður matur á Jökuldal! Þögðu nú allir nema einn
bóndi, Stefán Bjarnason í Teigaseii, roskinn bóndi og einarð-
ur, sem sagði: „Eg hefi ekkert út á hann að setja“. Ein rödd
er sama og engin rödd, og séra Stefán er suspenderaður frá
k.