Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 33
MÚLAÞING
31
ánni. Það mundi og varla hafa þótt í frásögur færandi, þótt
Grímur synti yfir ána, hafi engin brú verið á sv'puðum slóð-
um, Virðist því einsýnt, að brú hafi verið kom'n hjá Fossvöll-
um þegar í fornöld.
Nú munu einhverjir vilja draga í efa sannleiksgild: þessara
sagna. Hvað sem því líður, má telja fullvíst, að sagnirnar um
brýr á Jökulsá styðjist við sannsögulegar heimild;r (forn
minni) frá söguöld, sem söguriturum hafa verið kunnar. Þor-
valdur Thoroddsen, sem var al'ra manna fróðastur í sögu
landsins, segir, að brú hafi verið við Fossvelli þegar í fornöld,
þar sem hún sé enn um hans daga. (ÞTh.Ferð.1,42). Virðist
mér óþarft að leiða fleiri rök máli þessu til stuðnings. !Nú
verður h;ns vegar ekki sagt um, hversu vandaðar þessar
fyrstu brýr á ánni voru, eða hvað lengi þær entust. Hitt má
telja Tullvíst, að þær hafi verið á þeim stöðum, sem getið
hejfur verið um, enda eru þar brúarstæði hentug. Auk þess
lágu þessir stað:r í þjóðbraut, sem bezt má sjá af því, að á
þeim báðum eru brýr nú taldar ómissandi.
Nú kemur hins vegar mikil eyða í sögu brúarinnar hjá
Fossvöllum, því að engar heimild r eru til um brú á þessum
stað, fyrr en kemur fram á 17. öld. Vaknar þá spurningin um
það, hvort engin brú hafi verið á ánni þennan tíma. Virðist
mér flest benda til þess, að brú hafi verið hjá Fossvöllum
a. m. k. með köflum allt þetta tímabil. Einhver ár kunna þó
a.ð hafa liðið milli þess að brúin væri endurnýjuð á ánni, en
u:m það verður ekkert sagt með vissu vegna skorts á he:m-
ildum. Á 18. og 19. öld er oft getið um þá sérstöðu Jökulsár
á Dal, að á henni sé og hafi verið brú og enginn viti, hvenær
hún hafi ver;ð fyrst byggð. Þá var snemma settur þingstaður
við brúarsporðinn, og nefndist það ,,Trébrúarþing“. Um aldur
þess er mér ekki kunnugt, en allt bendir þetta til þess, að
brúin á ánni hafi haldizt i gegnum aldirnar, allt frá því hún
var fyrst byggð.
Elzta brú á Jökulsá hjá Fossvöllum, sem heimildir eru um
fi’.á síðari öldum, er talin hafa verið gerð af þýzkum Ítaup-
mönnum (Hansakaupmönnum), sennilega á síðari hluta 16.