Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 23
MÚLAÞING
21
á afturgjörðum. Ég hljóp því fram með lestinni og kom upp
á brekkubrúnina jafnsnemma fyrstu hestunum og byrjaði taf-
arlaust að herða á gjörðunum. En nú streymdu þeir að einn
á fætur öðrum upp á brúnina og var nú annað meira í mun
en að stanza. Ég náði því ekki fangs nema á einstaka hesti
til að laga á, flestir sluppu fram hjá mér, án þess ég 'fengi
við nokkuð ráðið. Éig ákvað því strax að gera aðra tilraun.
Náði í reiðhest minn og reið fram fyrir lestina á nýjan leik.
Tók ég einn og einn hest út úr til að herða á afturgjörðunum
og laga á eftir föngum. Ég var á þeysingi fram og aftur með
lestinni til að geta fylgzt sem bezt með. Þetta draslaðist nú
stórslysalítið út heiðina, ég gat að mestu varizt stóráföllum,
að því undanteknu, að ég varð að taka klyfjar ofan af tveim-
ur hestum, þar sem þær ásamt reiðfæri voru að steypast
fram af. Þurfti ég helzt að vera vel staðsettur, svo að ég yrði
fljótur að koma klyfjunum aftur á klakk og yfirleitt að hafa
snör handtök. Ég skal geta bess, að ekki er nema um einnar
stundar lestagangur yfir sjálfa heiðina, og er hún tiltölulega
sfétt og greiðfær.
Öðru máli er að gegna, þegar heiðinni sleppir. Þá liggja
tvær allháar brekkur með hjalla á milli ofan í Gilsárdalinn.
Ég sá fram á, að steypast mundi fram af mörgum hestum,
þegar i brekkurnar kæmi og ég fengi ekki við neitt ráðið. Ef
hestarnir losuðu sig við burðinn, mátti búast við, að þelr
tækju sprettinn út allan dal til Héraðs, og hefði ég ekki meir
af þeim að segja. Þótti mér sem minn hlutur yrði ekki stór-
mannlegur, ef svo til tækist. Ég fór því að hugleiða, hvað til
bragðs skyldi taka, ef mér bærist ekki hjálp, áður en í brekk-
urnar kæimi. Kom mér í hug, að það eina, sem ég yrði að
gera, væri að stöðva lestina, fjötra saman hestana og velta
ofan klyfjunum, en það var undir hælinn lagt, hvort mér tæk-
ist að ihandsama þá, svo margir sem þeir voru. En á þetta
skyldi nú hætt.
Lest'na ber nú brátt fram á brekkubrúnina. Er hún grýtt
neðan til. Hestagata hafði verið rudd i hana rétt ofan við
hjallann, ekki breiðari en svo, að hestarnir urðu að feta hana