Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 45
MÚLAÞING 43
— hver lös Hest ............................ 2 —-
— Stude og Köer over 2 Aar á Stk... 2 —
— Stude og Köer under 2 Aar á Stk.. 1 —
— een Hoppe med Föl uden Mand eller Klöv . . 3 —
— 1 Faar med Lam ........................... 1 —
— 1 Ged með Killing ........................ 1 ■—-
— hver 4 Stkr. voxne Geder eller Faar uden
Lam ...................................... 2 —
— under 4 Stkr., á Stk...................... 1 —
Og bör denne brotaxt, til de Reisendes Efterretning, be-
standig findes opslaaen ved Broen, paa de Tider af Aaret,
som Overfart over Samme varer“.
I annarri grein er getið um, hverjir séu undanþegnir tolli
þessum, ennfremur, hverjir skuli greiða hálft gjald.
1 þriðju grein er sagt, að ráða skuli sérstakan brúarvörð,
er sjái um innheimtu tollsins. Skuli hann hafa aðsetur á
næsta bæ, Fossvöllum, þar til sérstakt skýli hafi verið reist
yfir hann við brúna. Þar er og fjallað ýtarlega um störf hans
og skyldur. i:
Fjórða grein fjallar um það, hvað brúarvörður skuli aðhaf-
ast, eigi vegfarendur ekki nægilegt lausafé til þess að greiða
með tollinn.
I fimmtu grein segir, að brúarhliði skuli lokað strax og ána
leggur, en opnuð aftur, þegar ísa leysir af ánni.
Sjötta grein fjallar um skyldu viðkomandi sýslumanns um
reikningshald og skil brúarsjóðsins.
I sjöundu og síðustu grein er einnig fjallað um skyldur
sýslumanns um eftirlit með brúarverði og, að séð sé um nauð-
synlegt viðhald brúarinnar, svo sem tjörgun þriðja hvert ár.
Einnig skuli hann semja árlega nákvæman reikning yfir kostn-
aðarliði og ástand brúarsjóðs og senda til viðkomandi amt-
manns. (Lovsaml.5,541—544).
Þessi reglugerð mun þó ekki hafa verið eins auðveld í fram-
kvæmd og gert hafði verið ráð fyrir. Einkum mun ákvæðið
um, að brúarvörður hefði aðsetur á Fossvöllum hafa reynzt
óhentugt og kostnaðarsamt. Að vísu hef ég hvergi getað