Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 133
MÚLAÞING
131
Ævinlega var farið á fætur kl. 4 morguninn sem fara átti í
eggjaferð.
Veður varð að vera gott og umfram allt þurrt, því fugla-
dritur og kál er hált í bleytu.
Farið var á einum sexæringi, en átta menn þurfti í hverja
Skrúðsferð. Þrjár sjómílur eru frá Vattarnesi í Skrúð og tók
50 mínútur að róa þá leið. Báturinn var alltaf settur austan
á eynni þar sem heitir Móhella.
Allir þurftu að bera eitthvað þegar gengið var upp, sumir
ílát undir egg, einn bar hvora festi, aðrir matarilát upp í
Blundsgjárskúta, en þar var bústaður Vattarnesinga meðan
þeir dvöldu í eynni.
Byrjað var að síga í Halasig, sem er syðst og yzt á Skrúð.
Sigið var í tvennu lagi og því alltaf tveir sigmenn, en alltaf
skammt frá hvor öðrum.
Þorkell sonur Eiríks Þórðarsonar var annar sigmaður Vatt-
arnesinga 1910 og nokkur ár þar á eftir. Þorkell var stór og
þungur, og því vildu undirsetumenn heldur vera við þá fest-
ina sem strákurinn var í.
Fyrsta verk þegar á bjarg kom, var að festa trássuendana
um sigmennina, en tóg það sem sigið var í var ýmist kallað
festi eða trássa. Gerð var föst lykkja á endann og öðrum
fæti stungið í hana og hún látin gangá upp á lærið. Síðan
var tógið lagt tvöfalt skammt frá sigmanni og gerðir tveir
snúningar á lykkjuna sem myndaðist, en henni smeygt upp
á hinn fótinn og látin ganga upp á lærið. Þá var tógið enn
lagt tvöfalt, og nú snúið þrjá hringi á þá lykkju, en hún látin
ganga yfir höfuðið og niður í mitti. Síðan var hert að öllum
snúningunum.
Þá kom sauðbandið. Það lá yfir hægri öxl, aftur fyrir bak,
undir vinstri hönd og fram yfir festina, og átti sigmaður þá
ekki að geta losnað úr böndunum, þótt svo illa færi að höfuð-
ið vissi niður.
Mikið atriði var fyrir sigmanninn að hafa góðan brúna-
mann, sem fylgdist vel með sigmanni meðan hann var niðri
í bjargi. Brúnamaður sagði til þegar sigmaður vildi ekki fara