Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 188
186
MÚLAÞING
Austfirðingafélaginu á Akureyri; öllum þeim sem lögðu fram
fé og fyrirhöfn við að afla þess, þá Einari Bjarnasyni ætt-
fræðingi sem vann að útgáfunni frá upphafi til enda, en þó
fyrst og síðast Benedikt frá Hofteigi. Hann átti frumkvæðið,
vann að búningi safnsins til prentunar ásamt Einari, samdi
við útgefendur og tók við heftunum prentuðum, dreifði sumu
til sölu, en geymdi annað í takmörkuðum húsakynnum sínum
lengi vel. Er þó enn ógetið þess, að hann og börn og tengda-
börn séra Einars gáfu óseldar bókabirgðir Austfirðingum —-
nánar tiltekið Eiðaskóla, svo að andvirði þess mætti verða
menningarviðleitni hér eystra til gagns.
Hér er um að ræða tvígilda gjöf: I fyrsta lagi er Austfirð-
ingum og öðrum þeim landsmönnum er áhuga hafa á þessum
fræðum veittur aðgangur að dýrmætum gögnum til að afla
sér fróðleiks í ættfræði og persónusögu í þessum landshluta
og raunar víðar því að sviðið nær lengra. Og í öðru lagi eru
Eiðaskóla gefnir auknir möguleikar á að standa undir, fram
úr því sem er, því heiti sem stundum hefir sézt á prenti:
aðalmenntasetur Austurlands.
Svo er fyrir lagt í gjafabréfi að andvirði bókanna skuli
varið til sjóðstofnunar við skólann og hann skuli heita Menn-
ingarsjóður prófastshjónanna á Hoíi, séra ESnars Jónssonar
og frú Kristínar Jakobsdóttur. Sjóðnum skal verja til styrkt-
ar bókasafni við skólann, og hann ,,má auka með gjöfum og
annarri styrktarstarfsemi, og getur þá starfsvið sjóðsins auk-
izt að fleiri menningarmálum, sem tíminn leiðir í ljós að þörf
aé fyrir, og ákveðst af sjóðstjórn í hvert sinn, og fyrst og
fremst snertir Austurland“.
Undir þetta gjafabréf rita ásámt Benedikt séra Jakob Ein-
arsson fyrrum prófastur á Hofi ög Guðbjörg Hjartardóttir
kona hans, Ingigerður Einarsdóttir og Helgi Tryggvason mað-
ur hennar og Guðrún Sveinsdóttir eftirlifandi kona Vigfúsar
Einarssonar fyrrum ráðuneytisstjóra.
Nú þegar þetta er ritað eru Ættirnar allar komnar út, í
þremur bindum, og hefir dóttursonur séra Einars, Einar
Helgason bókbindari, bundið safnið með prýði. Ökomin er enn
nafnaskrá, en fullsamin af séra Jakobi frá Hofi og væntanleg
á þepsu ári. Fyrstu þrjú heftin fást ekki lengur sér — hið
fyrsta kom út 1953, en 4.—8. hefti eru fáanleg enn. Þegar
nafnaskráin, sem verður fjórða bindið, kemur út verður að
sjálfsögðu handhægari öll notkun ritsins en nú er.
Ekki er þess að dyljast að eitthvað hafa menn út á þetta