Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 14
12
MÚLAÞING
drengina tvo. Horfin er einnig af manntalinu Halldóra dótt-
ir Ólafar. Þau eru ekki heldur talin meðal brottfluttra. Það
er sem þetta skyldulið, fimm manns, sé orðið útlagar í mann-
tali Islands. Ástæðan er vafalaust sú, að vorið 1847 flyzt
Þorsteinn með skyldulið sitt, ásamt Halldóru dóttur Ólafar,
í bæ Stefáns Ólafssonar í Víðidal. Samt gegnir það furðu, að
bær og heimilisfólk skyldi ekki talið í Hofssókn, eins og gjört
hafði verið á búskapartíma Stefáns Ólafssonar, né heldur í
Stafafellssókn, svo sem gjört var síðar, þegar Sigfús Jónsson
byggði nýbýli sitt Grund í Víðidal, og bjó þar 14 ár (1883—
1897). Má vera að prestarnir hvor um sig hafi talið þá, að
byggð Þorsteins í Víðidal væri óviðkomandi sinni sókn. Eigi
að síður átti að telja fólkið burtflutt úr Hofssókn.
HVerjar vonir sem þau hafa gjört sér Þorsteinn og Ólöf
um framtíð í Víðidal fyrir sig og börn sín, þá stigu þau með
þessari ákvörðun það spor, sem leiddi til harmsögulegra af-
drifa Þorsteins ög barnanna og dapurlegrar ævi Ólafar, með
þeim hætti, sem brátt verður sagt. Verður um það fylgt
frásögn Þorvaldar Thoroddsens (Ferðabók 1/76). Hann mun
hafa haft hana eftir fylgdarmanni sínum í Víðidal sumarið
1882, Sigfúsi Jónssyni á Hvannavöllum, er sjálfur hóf búskap
í Víðidal næsta vor. Hann var 8 eða 9 ára, þegar þessir at-
burðir gerðust, og hlaut að hafa sannar sagnir á atburðunum,
byggðar á frásögn Ólafar sjálfrar. Frásögn Thoroddsens er á
þessa leið :
Fyrsta veturinn sem Þorsteinn bjó í Víðidal tók af bæinn
í snjóflóði. Það var á þrettánda dag jóla. Þorsteinn var að
lesa húslestur og fórst þar með 2 börnunum, en konan komst
af, þó viðbeinsbrotin, og unglingsstúlkan. Komust þær undan
röftum í eldhúsi, sem m;nna hafði skaðazt, og héldust þar við
í 5 eða 6 vikur. Síðan urðu þær að leggja til byggða sökum
vistaskorts, þótt eigi væri það árennilegt. Þær gengu upp Víði-
dal og upp á öræfi, villtust, urðu að grafa sig í fönn og
komust loks eftir 3 dægur, aðframkomnar, að Hvannavöllum
í Geithellnadal.
Við þessa frásögn er eitt að athuga, sem telja verður með