Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 114
112
MÚLAÞING
hana meir en helming þess tíma, eitthvað yfir 20 ár. Þá tók
við Jón sonur hans, og síðustu árin Þórarinn Bjarnason bóndi
á Litla-Steinsvaði. Árið 1942 er hún lögð niður, á þeim for-
sendum að hún sé orðin ófær að gegna sínu hlutverki, enda
báturinn orðinn fúinn. Þá þótti heldur ekki lengur þörf á slík-
um farkosti, bílar farnir að þjóna öllum þungaflutningi, lækn-
irinn farinn frá Hjaltastað og verzlunin flutt til Reyðarfjarð-
ar. Með tilkomu bílanna tókust að mestu af ferðalög ríðandi
og gangandi manna um þvert Hérað, en þó var róðrarferjan
enn til taks.
Svo má eigi skiljast við þessa sögu, að eigi sé getið þess
manns sem lengst annaðist hana, Guðmundar á Litla-Steins-
vaði. Guðmundur Þorfinnsson var fæddur árið 1860, sonur
Þorfinns Finnbogasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur (sbr.
nr. 3356 í Ættum Austfirðinga). Föðurbróðir Guðmundar var
Jón Finnbogason vegaverkstjóri og ljósfaðir sem Hrólfur
Kristbjörnsson segir frá í 2. hefti MúLaþings. Guðmundur
lærði ungur smíðar hjá Birni Halldórssyni smið og bónda á
Hauksstöðum í Vopnafirði og víðar. Björn var mikilsmetinn
maður; hann fór til Ameríku. Guðmundur stundaði mikið
smíðar alla ævi, einkanlega þó húsasmíðar framan af, en síð-
ar, eftir að hann kvæntist og hóf búskap, og varð bundinn
ferjunni, smíðaði hann mest heima fyrir. Hann var jafnhagur
á tré og járn, smíðaði amboð, búsáhöld hvers konar svo sem
biður, bala skjólur, taðkyarnir, hjólbörur o. fl. bakkaði Ijái og
smíðaði undir hesta.
Kona Guðmundar var Gróa Jónsdóttir frá Bóndastöðum
Björnssonar (nr. 7526 í Æ. A.). Hún var fædd árið 1866,
missti föður sinn í æsku og ólst upp á Rangá h.já Halli Ein-
arssyni og Gróu Björnsdóttur föðursystur sinni. Allir sem
dvöldu með þeim Rangárhjónum urðu snortnir manndómi. Á
unga aldri lærði Gróa ljósmóðurfræði hjá Zeuthen á Eskifirði;
hann var fjórðungslækpir á Austurlandi 1868—1898. Gróa
mun hafa tekið við Ijósmóðurstörfum í Tunguhreppi um 1890
og síðar í Hlíðarhreppi. Gróa Jónsdóttir gegndi ljósmóður-
störfum um 30 ára skeið og var meðal hinna ágætustu kvenna