Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 26
24
MÚLAÞING
honum skammirnar, en nú dreif menn að, svo að orðaskipti
urðu ekki meiri að sinni. Fór nú hver að leita að sínum hest-
um iog ná þeim út úr þvögunni og leita að og ’tína saman
klyfjar sínar og ábagga, laga á og láta upp og leggja af stað
frá þessum óvenjulega áfangastað.
Þegar Vestdalsheiðinni sleppir, tekur Gilsárdalurinn við. Er
hann alllangur, um þriggja stunda lestagangur. Liggur hann,
þjegar frá heiðinni er komið, í vestur, unz komið er út hjá
svonefndum Skaga. Þar beygist dalurinn til norðurs og heldur
þeirri stefnu til Héraðs.
Mér fannst menn vera heldur ókátir og daufir í dálkinn
fyrst út dalinn. Kom mér í hug, að um tvennt gæti verið að
ræða, sem ylli fálæti þeirra, fyrst, að þeir hafa sjálfsagt verið
búnir að drekka drjúgum fyrr um nóttina og afturkastið nú
farið að segja til sín, og í öðru lagi hafi það kunnað að
hvarfla að þeim, að1 ef til vill hefði þessi næturskemmtun get-
að orðið þeim dýrt gaman og þeir hafi skammazt sín undir
niðri. Get. ég trúað, að þrátt fyrir allt hafi ég verið einna
ánægðastur þeirra manna, sem þarna fóru.
B|g sá iað þrjá menn vantaði í hópinn, piltinn sem fyrir
óhappinu varð, og báða lausamennina sem áður var getið. Fór
ég nú að leita frétta af þeim. Var mér sagt, að þegar ferða-
félagarnir, sem eftir urðu í neðra, komu undir Vatnsbrekku,
hafi þeir riðið fram á tvo menn sofandi. Báru þeir ,brátt
kennsl á mennina og brá ónotalega við. Spratt annar þeirra
skjótt upp og sagði, hvar komiö var þeirra hag. Varð nú
ljóst, að lestin var nær mannlaus á heiðum uppi. Var þá ekki
beðið boðanna og riðið eftir sem tíðast. Tveir urðu eftir hjá
drengnum, sem enn var ekki hægt að vekja.
Við héldum nú út dalinn með lestina, unz komiö var í
venjulegan áningarstað Héraðsmegin. Þar skildust leiðir okk-
ar Tungu- og Hjaltastaðaþinghármanna, neðan við svonefnda
Skeiðmela. Á meðan við áðum þarna, komu þeir félagar, sem
á eftir voru, lausamennirnir sem urðu eft:r með piltinn undir
Vatnsbrekku. Höfðu þeir gert ítrekaðar, en árangurslausar til-
raunir að vekja hann. Tóku þeir það ráð að reiða hann fyrir