Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 53
MÚLAÞING
51
hennar, en þá voru líka komnir aðrir og betri tímar hjá þjóð-
inni. Með stjórnarskránni frá 1874 fékk þjóðin (alþingi) fulit
vald yfir fjármálum sínum, og var þá fljótlega farið að kosta
allar helztu framkvæmdir af hálfu hins opinbera, þ. e. með
framlögum allra skattgreiðenda. Þar með var brúartoilurinn
orðinn óþarfur og því niður lagður. Hefur hann aldrei verið
tekinn upp síðan, svo að mér sé kunnugt, enda mun mörgum
notendum brúarinnar hafa þótt slík skattheimta bæði óréttlát
og þungbær, á meðan hún var framkvæmd.
Allar þær brýr, sem hér hefur verið getið um, fyrir utan
þær; sem kunna að hafa verið á ánni í fornöld, munu hafa
verið svipaðar að byggingu og útliti. Allt voru þetta trébrýr,
mjóar og næsta burðarlitlar, enda ekki ætlað meira en að
bera þunga eins hests án klyfja í einu. Byggingarlagi var
þannig háttað, að yfir gilið voru lagðir nokkrir stórviðir (oft
rekatré) til þess að bera brúna uppi. Þess er áður getið, að
ekki reyndist ávallt unnt að flytja svo iangt inn í land tré,
sem næðu í heilu lagi yfir gljúfrið. Var þá gripið til þess ráðs
að skeyta tvö og tvö saman á staðnum, sem þannig gátu náð
yfir. Oftast munu þessi burðartré brúarinnar hafa verið þriú
talsins, og þurfti þá alls sex stórviði til brúarsmíðinnar, þeg-
ar skeytt var. Ofan á þessi burðartré voru síðan lagðir þver-
plankar og sjálft brúargólfið þar ofan á. Til hliðanna voru
hafðar allháar grindur eða handrið, til þess að vegfarendur
dyttu ekki útaf brúnni. Til þess að styrkja handriðin og halda
brúnni saman, voru hafðir uppstandarar með vissu millibili,
sem síðan voru tengdir saman að ofan, þannig, að þeir mynd-
uðu eins og hlið á brúnni. Brýrnar, sem byggðar voru árið
1783 og 1819, höfðu báðar fimm slík hlið, en þær voru byggð-
ar svo til alveg eins. Má sjá það bæði af lýsingum og mynd-
um, sem til eru af þeim. Breidd þessara brúa var varla meiri
en svo, að klyfjalaus hestur kæmist óhindraður yfir, enda
ekki við annað miðað.
Engu að síður urðu þó nokkrar framfarir í brúarsmíðinni
um aldanna rás. Hinar elztu munu hafa verið veigaminnstar.