Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 31
MÚLAÞING
29
þar sem hún hefir lengst af verið (þ. e. hjá Fossvöllum í
Hlíð), heldur þar sem mætast Hrafnkelsdalur og Jökuldalur.
Þarna fellur áin mjög þröngt og skilyrði til brúargerðar
því mjög hagstæð, enda hefur lengst af verið dráttur á ánni
á þessum stað, eða allt fram yfir miðja þessa öld, er brú
leysti hann af hólmi. Til hins sama bendir og bæjarnafnið
ÍBrú, en bæ.rinn stendur vestan árinnar svo til beint upp /af
brúarstæðinu. Getið er um Brú og Brúarskóga í Fornbréfa-
safni ,fr;á 15. öld, en bærinn er áreiðanlega miklu eldri og
hefur aldrei verið færður svo vitað sé. Líklegt þykir mér, að
heiti árinna/r, „Jökulsá á brú“, sé dregið af brú, sem þarna
hefur verið til forna. Mun það þannig til komið, að sagt hefur
verið ,,að fara yfir Jökulsá á (at) brú“, svo sem oft er sagt
,,að fara yfir á vað:“.
Því hefur verið haldið fram, og er þá stuðzt við sögusagnir,
að steinbogi hafi verið á ánni hjá Brú, sem síðar hafi hrunið.
Þorvaldur Thoroddsen getur m. a. um þetta í Ferðabók sinni.
Hann segir, að mælt sé, að steinbogi þessi hafi hrapað fyrir
miðja 18. öld. (ÞTh. Ferð. I, 42—43). Engar heimildir eru þð
til um þetta, enda ólíklegt, að svo hafi verið. Á n;ðurlæging-
artímum þjóðarinnar hefur mönnum fundizt þetta sennileg-
asta skýringin á arfsögnum, sem gengið hafa manna á meðal,
um að bir.ú hafi ver:ð á þessum stað fyrrum. Hafði þá verk-
menningu og dugnaði þjóðarinnar hrakað svo mjög, að mönn-
um hefur virzt brúargerð af manna höndum nær óhugsandi
þarna. Mun svo vera um fleiri sagnir af steinbogum, sem eiga
að hafa verið til í fornöld, en hrunið seinna.
Engar sönnur verða færðar á það nú, hvort brú sú, sem um
getur í Hrafnkelssögu, hefur verið sjálfgerð eða verk manna,
en sé síðari skýrmgin rétt, þá sýnir hún glöggt, hversu fram-
arlega í verkmenningu fornmenn hafa staðið, því þá hafa að
öllum líkindum verið tvær brýr á Jökulsá, eins og fyrr er
getið. En sem kunnugt er, var aldrei síðan nema ein brú á
ánni, fyrr en kemur fram á 20. öld.
Hér er ekki ætlunin að fjölyrða frekar um brúna á Jökulsá,
hina efri, heldur þá sem þekktust er og lengst hefur verið á