Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 163
MÚLAÞING
161
dal, hjá hjónunum Aðalsteini Jónssyni og Ingibjörgu. Hefur
hann, eftir því sem ég bezt veit, kom;ð þangað árið áður, þ. e.
1922. lÁrið 1926 fer hann að Fremri-Hlíð í Vopnafirði. Er
hann vinnumaður þar og á fieiri bæjum í sveit'nni næstu ár.
Hefur hann mikinn áhuga á að koma sér upp fé. Árið '1933
fer Alexander að búa á Torfastöðum. Kaupir hann fé af föð-
ur sínum þá um haustið. Hafði Stefán haft jörð'na leigða og
búið þar nokkur undanfarin ár. Árið eftir, 1934, kaupir
Alexander jörðina af Halldóri Stefánssyni fyrrverand: alþing-
ismanni og rithöfundi, sem á.ður hafði keypt jörðina og búið
þar. Er skemmst frá því að segja, að þegar Alexander hafði
fengið eignarhald á jörðinni hefst hann þegar handa um
ræktun og girðingaframkvæmdir. Er hann afkastamikill við
vinnu og sækir búskapinn af kappi. Hann efnast vel næstu
ár, enda hefur hann gagnsamt bú. Gerði hann allt í senn
næstu ár. Hann stækkaði búið, borgaði skuldir og bætti jörð-
ina. Virtist allt leika í lyndi. En svo syrtir að. Hann fer iað
fcenna vanheiilsu. Veit ég ekki glögg skil á því, enda ekki
ætlunin að rekja það. En e:ns og áður segir gerir hann
erfðaskrá 1942. Má af því ráða, að hann hafi gkki búizt við
að aldurinn yrði hár. Hann dó á Kristneshæli 5. febrúar 1945,
aðeins 38 ára að aldri.
Áður er þess getið, að eignir Alexanders, jörð og bú, hafi
við lát hans verið virt á 90.000.00 krónur. Segir það sína sögu
um dugnað hans og hagsýni, þegar litið er á það, að íhann
kaupir bæði jörð og bú eignalaus að kalla fyrir 11—12 árum.
Ekki ífer ég út í að lýsa fólkshaldi og heimilisháttum á
Torfastöðum þessi ár. Vil þó geta þess, að Alexander hefur
sörnu ráðskonu öll búskaparárin, nema tvö þau fyrstu, sér-
stakan myndar- og dugnaðarkvenmann, Guðlaugu Sigurjóns-
dóttur frá Ytri-Hlíð. Heima fyrir gekk Alexander með áhuga
og skerpu að hverju starfi. Gkunnugum virtist að viðskipt',
verklegar framkvæmdir og venjuleg heimilisstörf vera hans
hugmyndaheimur. En ai'fleiðsluskráin sýnir, að hann hefur
hugsað um fleira. Á ég þar fyrst og fremst við fyrirmælin um
sjóðsstofnunina, í öðru lagi, hvernig eigi að velja gæzlumenn