Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 154
152
MÚLAÞING
síðustu átti ég að setja börnunum eitthvað fyrir til að læra,
þangað til ég kæmi næst. Ekki veit ég hvort börnin höfðu
eitthvert gagn af þessu.
Ekki eru öll kurl komin til grafar þótt þetta sé sagt. Vitaö
er, að á þessum árum tóku einstök heimili börn tíma og tíma
til kennslu. Þykist ég t. d. hafa góðar heimildir fyrir því, að
á heimili frú Guðrúnar Jörgensdóttur hafi stundum dvalið
börn við nám eftir 1915. Einnig tók frú Aðalbjörg Þorsteins-
dóttir á Rauðhólum börn til kennslu á vetrum árum saman.
Sum heimili fengu sér heimiliskennara eða foreldrarnir kenndu
sínum börnum sjálfir. Má þar t. d. nefna heimilið á Guðmund-
arstöðum. Þá tók sr. Einar stundum börn heim til sín, eink-
um þau sem tæp voru orðin með fermingarundirbúning. Oft
voru einhver börn úr sveitinni í skólanum á Vopnafirði, eink-
um ef foreldrarnir áttu þar skyldfólk sem börnin gátu dvalið
hjá.
Björn Jóhannsson f. að Valdasteinsstöðum í Strandasýslu
9. september 1891, er skráður kennari í Vopnafjarðarhreppi
1921—24, síðan skólastjóri Barnaskóla Vopnafjarðar 1924—
1961.
Björn er landskunnur skólamaður og eins af bók sinni ,,Frá
Valdastöðum til Veturhúsa“. Björn var enginn v'ðvaningur i
kennslustarfi, þegar hann kom hingað. Hann hafði áður verið
ikennari suður á Berufjarðarströnd, á Norðfirði og á Jökuldal.
Árið 1915 kvæntist Björn Önnu Magnúsdóttur bónda í Hjarð-
arhaga á Jökuldal. Undanfarin fjögur ár höfðu þau hjón búið
á Veturhúsum í Jökuldalsheiði. Þaðan komu þau hingað til
Vopnafjarðar haustið 1921. En þau komu ekki ein. Með þeim
komu fjórir synir þeirra, allir ungir, og einnig foreldrar
Björns, Jóhann og Ragnheiður. 1 síðasta kafla áðurneindrar
bókar segir Björn frá þessum búferlaflutningi og þeim verk-
efnurn, sem þau höfðu tekið að sér hér. Björn var ráðinn
kennari, eins og áður segir, en Anna hafði tekið að sér
sjúkraskýlið, bæði rekstur og hjúkrun, með sérstökum samn-
ingi, enda var hún lærð ljósmóðir. Húsið heitir Garður. Þar
settust þau að og hlutu einróma lof og vaxandi vinsældir.