Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 158
156
MÚLAÞING
firði, heimiliskennari, næstu ár. Ráð:nn af skólanefnd 1945—
1947. Póstafgreiðslumaður og símstjóri síðan 1953.
Hér hefur verið sagt frá nokkrum farkennurum í Vopna-
firði á fyrri helmingi þessarar aldar. Saga barnafræðslunnar
væri þó ekki nema hálfsögð, ef ekki væru nefndir þeir menn
er réðu kennarana og skipulögðu starfsemi þeirra. Á ég þá
við prestana þrjá á Hofi, þá sr. Sigurð Sívertsen og feðgana
sr. Einar Jónsson og sr. Jakob Einarsson. Voru þeir allir
áhugamenn um öll menningarmál, ekki sízt fræðslumálin. All-
ir voru þeir formenn skólanefnda, meðan þe:r þjónuðu hér
og höfðu farskólann á heimilum sínum fleiri eða færri vikur
á hverjum vetri, ef óviðráðanleg forföll h:ndruðu ekki. Hafa
áhrifin af starfi þeirra orðið heilladrjúg og varanleg. Má t. d.
geta jþess að í tíð sr. Sigurðar var byggður barnaskólinn á
Vopnafirði, sem kennt var í fram á síðastliðið vor (1967) og
kirkjurnar á Vopnafirði og Hofi, báðar varanieg Guðshús,
sem standa enn.
Sr. Einar var fyrr og síðar gerhugu'l á unglinga, sem voru
efnilegir námsmenn. Hvatti hann þá og styrkti t'l náms. Hann
var fræðimaður eins og rit hans Ættir Austfirðinga sanna.
Þá má geta þess, að sr. Einar átti frumkvæði að því að Björn
Jóhannsson og fjölskylda hans fluttu hingað til Vopnafjarð-
ar, þegar þau fluttu úr Heiðinni 1921, en hér unnu þau marg-
þætt og mikilsvert menningarstarf eins og áður segir. Er þó
fleira ósagt.
Sr. Jakob var fyrst aðstoðarprestur hjá föður sínum. Var
hann einróma kosinn eftirmaður hans, þegar sr. Einar lét af
störfum 1928. Gegndi hann margháttuðum störfum fyrir sveit-
ina, auk prestsstarfsins. Yrði of langt mál að gera því skil
hér. Ég nefni aðeins eitt af þessum störfum, en það eru
fræðslumálin, Sr. Jakob var formaður skólanefndar, þegar ég
byrjaði að kenna hér 1925. Veit ég ekki með vissu, hvenær
hann tíók við því starfi af föður sínum. Sr. Jakob kvæntist
20. september 1920 Guðbjörgu Hjartardóttur frá Álandi i
Þistilfirði. Bjuggu þau fyrst á Hofi í tvíbýli við sr. Einar og