Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 106
104
MÚLAÞING
bakkanum að norðan, stóð uppi í honum vatn, en var stundum
þurr og þá aurbleyta. Vegurinn lá ofan á bakkann fyrir utan
ikílinn en landtaka ferjunnar var við hæl í bakkanum fyrir
framan kílinn. Séra Þórarinn kallaði að koma með ferjuna
út fyrir, en (Páll tók ekki undir. Aftur var kallað og ,sagt:
„Það er sýslumaðurinn sem kallar“. Páll svarar: „Sýslumaður
hefur ákveðið lögferjustað hér, og sýslumenn verða að hlýða
sírrnm eigin lögum“. Það var stutt að fara fyrir kílinn pg
kom sýslumaður fram fyrir.
Það :kom fyrir, að hestar syntu ekki á eftir ferju, ihöfðu
aidrei verið sundlagðir. Þá tók ég í beizlið uppi við haus,
seildist í annan framfótinn og vatt þeim á hrygginn. Var þeim
haldið í þeim stellingum á eftir ferjunni yfir ána meðan þeir
syntu.
Eitt sinn að haustlagi, meðan verið var í göngum, var (ég
einn heima. Það hafði verið stórhríð um daginn. Ég kom heim
holdvotur um kvöldið, hafði farið úr hverri spjör og var
kominn undir sæng. Þá er komið inn og mér sagt að íSnorri
læknir Halldórsson frá Breiðabólsstað á Síðu sé kominn með
marga hesta og biðji um ferju. É,g klæðist og fer til dyra og
bauð næturgisitingu, en hann vill ferju ef fært sé. Svarta
myrkur var og stórhríð. Ég fór fram á ferjustaðinn, dró fram
íerjuna hálfa af vatni. Eftir nokkurt hlé kemur Snorri og
se.gir: „Við leggjum hestana ekki í ána í þessu veðri“, og
spurði hvort eklci væri hægt að komast á vaði. Ég sagði það
óvíst og fór með þeim og vísaði á vaðið, fór með yfir fyrstu
kvíslina á þeirra hestum og setti fylgdina sama og ferjutoll.
Þá segir fylgdarmaður Snorra: „Við ætlum að láta þig vera
hér í hólmanum“. „Þið eruð því sjálfráðir, en það verður ykk-
ur ekki byrlegra“. Þá tók Snorri hesta og fylgdi mér yfir
kvíslina til baka.
Ólafur Lárusson var á heimleið. Hann hafði farið á traust-
um ís að heiman. En það hafði gengið í hláku og stórhríð.
Áin Ihafði íyft á sér ísnum, losnað við lönd og byrjað ;að
brjóta ísinn. ÉJg sagði honum að hefði áin verið að iminnka
hefði verið fært, en nú væri áin að hlaupa fram, gæti því ís-