Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 38
36
MÚLAÞING
væri hærri og betri að byggingu og kostum en sú, er 'áður
va.r. (Esp.Árb.VIII,70). Um kostnað við brúarsmíði þessa er
það að segja, að honum mun hafa verið deilt niður á ábúa
Múlasýslna, svo sem gert var við næstu brýr á undan. Má um
það vísa til orða Jóns Þorlákssonar, er áður hefur verið getið.
í sýslulýsingum, sem gerðar voru á árunum 1744—49 segir,
að áin sé kölluð Jöku’.sá á brú eftir timburbrú þeirri, sem
geirð hafi verið yfir hana með miklum kostnaði. Brú þesái
hafi síðan verið næstum því endurbyggð á kostnað allrar sýsl-
unnar og þess vegna sé hún frjáls og ókeypis fyrir alla þá
mörgu, sem um hana fari. (Sýsl.lýs.277). Virðist hér vera átt
við eina af þeim viðgerðum, sem fóru fram á brúnni og síðar
verður getið um.
I ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna er brú þessari Iýst
lahslega, en sem kunnugt er, ferðuðust þeir um landið á ár-
unum 1752—1757. Þá var brú'n að vísu farin að eldast nokk-
uð og oröin hrörleg, eins og kemur fram í lýsingunni. Hygg
ég, að þetta sé elzta lýsing, sem til er af Jökulsárbrú, sem nú
er varðveitt. Tek ég hana því orðrétt upp:
,,Jökulsá í Múlasýslu. Hún er kunn að því umfram allar
aðrar ár í landinu, að hún hefir verið brúuð. Brúin er úr
tré, 25 álna löng og 10 föðmum yfir vatnsborði. . . Nýja
brúin hefir verið vel smíðuð úr 28 álna löngum stórvið-
um, sem þaktir eru með plönkum og grindur til fbeggja
hliða. Um brúna er alfaraleið með hesta og farangur.
Bera menn farangurinn yfir hana, en teyma hestana.
Brúin, sem nú er, var smíðuð 1698. Hún er nú mjög hrör-
leg og undirbúningur undir endurgerð hennar allt of lítill,
því að þeir, sem næstir búa og nota hana mest, verða að
skjóta saman til að bera kostnaðinn, en aðrir ferðamenn
gjalda alls ekkert. Þó væri réttast, að hver, sem um
brúna fer, greiddi lítils háttar gjald líkt og gert er Við
ferjur, og væri því síðan haldið saman til endurnýjunar
brúnni“. (EÓlBP.Ferð.11,127).
Grein þessi er einnig merkileg fyrir þá sök, að hér mun í
fyrsta skipti vikið að þeirri hugmynd að innheimta sérstakan