Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 65
MÚLAÞING
63
ólfisstöðum, en um skeið hafði dvalizt á Dalnum og komið
þangað ti! Solveigar systur sinnar er var húsfreyja í Hjarðar-
haga. Þau voru börn Þórðar bónda á Sævarenda í Loðmund-
arfirði Jónssonar, af ætt Jóns pamfíls, og konu Þórðar, Maríu
Guttormsdóttur, Skúlasonar, Sigfússonar, Jónssonar ættfræð-
ings á Skjöldólfsstöðum, Gunn'.augssonar prests í Möðrudal,
d. 1647, Sölvasonar. Jón ættfræðingur átti Skjöldólfsstaði, en
synir hans og ekkjur þeirra misstu jörðina fyrir 1760. Þá á
Hans Wíum hana, en veðsetti hana Hörmangarafélaginu 1758
fyrir kostnaði sem hann varð fyrir utanlands í Sunnevumál-
inu. Hefir hann orðið að se!ja jörðina, og 1762 á Hjörleifur
prófastur á Valþjófsstað, Þórðarson hana. Þórður sonur
Hjörleifs prests eignaðist jörðina og bjó á henni fram yfir
a’damót 1800. Hann var barnlaus, og eignaðist þá jörðina
Hjörleifur prestur Þorsteinsson, dóttursonur séra Hjörleifs
Þórðarsonar. Síðan gekk hún til sonar Hjörleifs prests, Ein-
ars prests í Vallanesi er áður gat, en Þórður sonur hans setti
bú á henni 1867, kvæntur Þórdísi Eiríksdóttur Gunnlaugsson-
ar, en móðir Þórdísar var Sigurbjörg Benediktsdóttir hins
eldra, Rafnssonar á Kollsstöðum. Meðan séra Hjörleifur og
séra Einar áttu jörðina bjuggu þar leiguliðar og oft tveir
senn, m. a. Jón Sigurðsson ömmubróðir Jóns Skjaldar. Var nú
kominn maður af ætt Jóns ættfræðingsins til tengda við þessa
eigendur Skjöldólfsstaða.
Brúðkaupsveizlurnar á þessum tíma voru voldug fyrirtæki.
Það þótti sjálfsagt að þær væru með hinum mesta veg sem um
gat verið að ræða, og jafnvel fátækir menn eyddu svo í veizl-
una sína að fjöruborðið á efnahagnum sagði til sín, jafnvel
ævi!angt. Veizlan á Skjöldólfsstöðum er ekki sett upp með
þvílíkri áhættu. Það sér ekki högg á vatni í efnahag Skjöld-
ólfsstaðahjóna þótt þaðan spyrjist nokkuð eitt sem öðrum er
ofvaxið að gera. Til veizlunnar er boðið fyrirfólki um allt
Hérað og seiizt til fjarða, norður og suður, og nú eru það
dauðir menn sem ekki nota slíkt tækifæri til upplyftingar
eftir annasamt sumar. Það er fagur haustdagur, blikandi sól-
skin, blíður sunnanblær, bezta veðrið sem gefst í þessu landi