Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 10
8
MULAÞING
landsins, hafi í hyggju að flytjast heim til íslands með fjölskyldu sinni.
Þetta voru engin smátíðindi. Mig getur ekki misminnt það, að einhvern
tíma þetta sumar hafi hann komið hingað austur, því að ég sé hann
einhvern veginn fyrir mér ákaflega glaðan í bragði í heimsókn í Hall-
ormsstað. Ég held þetta hafi verið fyrstu kynni foreldra minna og hans.
Svo mikið var víst, að veturinn eftir orti hann fagurt erfiljóð eftir föður
minn, sem varð úti á Þórdalsheiði snemma í janúar þennan vetur.
Á þessu ári var Skriðuklaustur, hin mikla bújörð, til sölu. Er ekki
að orðlenga það, að einhvern tíma á þessu ári samdist um það, að
Gunnar keypti jörðina. Mig minnir fastlega, að Guttormur Pálsson
móðurbróðir minn hafi verið umboðsmaður Gunnars við þessi kaup.
Svo mikið var víst, að á útmánuðum veturinn 1939 fór Guttormur utan
í boði Gunnars til Danmerkur og Þýskalands. Ég hygg þetta hafi verið
fyrsta utanför Guttorms frá því hann sneri heim frá námi í Danmörku
árið 1908. Þessi för var mikill viðburður í lífi hans og ég man vel, hve
hress og glaður hann var við heimkomuna og þakklátur Gunnari. Hon-
um þótti mikið til Þýskalands koma. T. d. sagði hann okkur, að „mun-
urinn á Hamborg og Kaupmannahöfn væri eins og á Reykjavík og
Kaupmannahöfn.“ Svo miklu tilkomumeiri þótti honum Hamborg.
Þetta voru allt auðvitað stórtíðindi hér í sveitum.
Heimkoman
í apríl 1939 dregur svo til tíðinda heima á Klaustri. Byrjað er að
grafa fyrir grunni stórhýsis og sá Vigfús Þormar, hreppstjóri í Geita-
gerði, um það verk. Sigmar Þormar og Sigríður kona hans, sem lengi
höfðu búið á Klaustri, föðurleifð Sigríðar, flytja úr stóra tvílyfta timb-
urhúsinu, sem þau höfðu reist, í gömlu baðstofuna, sem enn stóð. í
júní komu svo Gunnar skáld, Franzisca kona hans og Gunnar málari
sonur þeirra, og flytja inn í timburhúsið. Ennfremur fluttu til þeirra
Gunnar á Ljótsstöðum, faðir Gunnars skálds, og Guðrún systir hans,
sem lengi hafði verið bústýra á Ljótsstöðum hjá föður þeirra. Páll
Ólafsson á Arnaldsstöðum, frændi og fóstbróðir Guttorms og móður
minnar, og Helga Torfadóttir kona hans og Vigfús Hallgrímsson, fóst-
ursonur þeirra, réðust að Klaustri þetta vor, Páll sem ráðsmaður Gunn-
ars á því stóra búi, sem Gunnar hugðist reka á þessari miklu jörð.
Fluttu þau inn í lítið timburhús, sem var við stóra húsið (og Frímann
Jónsson frá Bessastöðum hafði áður búið í). Auk þess vinnufólk, sem