Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 12
10
MÚLAÞING
þegar Hrafn lýsti því, þegar verið var að steypa aðra loftplötuna. Það
var eins og nútíma lýsing á íþróttakeppni.
Um haustið og fram til jóla var svo unnið inni, og fyrir jól 1939 flutti
Gunnar og heimilisfólk hans inn í húsið.
Einhvern tíma á sumrinu fór ég í fyrstu heimsóknina í Klaustur með
móður minni. Þetta fyrsta sumar Gunnars á Klaustri tókst með honum
og móður minni vinátta, sem varð innilegri með hverju ári til æviloka
hennar í nóvember 1944. Og þá kynntumst við að sjálfsögðu húsmóð-
urinni Franziscu og syni þeirra Gunnari málara, sem ég vík að síðar.
Öll þau umsvif, sem blöstu við unglingsaugum á Klaustri strax í
upphafi, höfðu ákaflega sterk áhrif á mig, og ég varð svona úr hæfilegri
fjarlægð þátttakandi í þessu mikla ævintýri, sem heimkoma Gunnars
var, þátttakandi í gleði og andstreymi hans og fjölskyldu hans.
Pegar Gunnar, fjölskylda hans og heimilisfólk flutti inn í hið mikla
hús á jólaföstu 1939, var stofnað heimili, sem var alger nýjung hér um
slóðir og átti sér örugglega engan líka á íslandi á þeirri tíð.
Þau ár, sem móðir mín átti eftir ólifuð, var alltaf farið í eina stórheim-
sókn í Klaustur síðsumars og gist tvær nætur í senn. Ég átti því láni
að fagna, að vera með henni í öllum þessum heimsóknum. Þær eru
meðal hins minnisstæðasta frá unglingsárum mínum. Þar kynntist ég
Gunnari og fjölskyldu hans betur en við önnur tækifæri, þótt hann
kæmi vissulega endrum og eins til móður minnar, en ég get varla sagt
ég muni eftir því. Ég held þá hafi Gunnar gjarnan átt einhver ákveðin
erindi.
Heimilið
Hér held ég sé stund til að reyna að gefa lýsingu, þótt ófullkomin
sé, á hinu einstæða Klausturheimili, eins og það blasti við gestsaugum.
Allir, sem komið hafa í húsið á Klaustri, gera sér grein fyrir, hve
stórt það er og að þar eru ótal mörg herbergi, sem geta hýst margt
fólk, enda veitti ekki af.
Mig minnir við höfum a. m. k. fyrstu árin komið inn um dyrnar að
ofan, sem var að sjálfsögðu aðalinngangur í húsið. Þar komum við
fyrst inn í mikinn gang, þar sem málverk þöktu veggi. Slíku átti maður
auðvitað ekki að venjast á íslensku sveitaheimili. Á ganginum var
sérstök snyrting, sem sveitaunglingi þótti merkilegt fyrirbæri- og til
mikilla þæginda vissulega.
Þar næst var gengið inn í austurstofuna, sem búin var þungum leð-