Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 14
12
MÚLAÞING
Þetta var eldstæðið í stofunni, klæddur glansandi ljósum keramikflísum,
og náði frá gólfi til lofts. Dálitlar járnhurðir voru á framhlið ofnsins, þar
sem opnað var inn í eldhólfið til þess að láta í hann.
Inn af stofunni til norðurs var innangengt í hjónaherbergið. Þar næst
kom baðherbergið og þar fyrir norðan svefnherbergi, þar sem mig
minnir við höfum löngum gist.
í útenda efri hæðarinnar voru svo nokkur herbergi, þar sem nú er
fræðimannsíbúðin. Þar bjó Gunnar yngri.
Á neðri hæð hússins var eldhúsið og borðstofan og nokkur herbergi
þar norður af, sem vinnufólk bjó. Ennfremur í útendanum, þar sem
Páll ráðsmaður og fjölskylda hans bjuggu meðan þau voru á Klaustri.
í hinni stóru borðstofu borðaði heimilisfólkið allt saman. Öll innrétt-
ing var með nýstárlegum hætti.
Franzisca
Hér er kominn tími til að minnast húsfreyjunnar Franziscu. Hún var
glæsileg kona, hávaxin, sem bauð af sér ákaflega góðan þokka og blíð
í viðmóti. Ég bar ákaflega mikla virðingu fyrir henni. Mér fannst
viðmót hennar gagnvart Gunnari mótast af umhyggju og virðingu - og
þeirri hugsun að búa honum sem bestar aðstæður.
Hún var ákaflega mikil húsmóðir, en auðvitað dönsk húsmóðir, sem
mótaði heimilið að þeim hætti. Matseld hennar var allfrábrugðin því,
sem við íslenskt sveitafólk áttum að venjast. En góður þótti mér matur
hennar.
Gunnar yngri
Gunnar yngri var einstakur fríðleiksmaður, kurteis með afbrigðum,
fágaður og ákaflega hrekklaus. Hann bar það utan á sér að vera sprott-
inn úr öðrum jarðvegi en við þekktum. Hann var fágaður listmálari
og mér varð ljóst mörgum áratugum síðar, er ég átti þess kost að skoða
dönsk listasöfn, að hann var verðugur fulltrúi þeirrar hefðar, sem hafði
mótað hann.
Hann málaði Klausturhúsið allt innan af þeirri smekkvísi í litavali,
sem hans var von og vísa.
Signý
Ekki man ég hvaða ár Signý kom í Klaustur, líklega þó vorið 1940,
en hún var ung og glæsileg stúlka sunnan af landi. Ég man, að móðir