Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 15
MÚLAÞING
13
mín hafði orð á því, hvílíkur dugnaðarforkur hún væri - og þar með
reyndist hún Franziscu betri en engin, því að nú fór heilsu hennar að
hraka. Er nú ekki að orðlengja það, að þau Gunnar yngri og Signý
bundust heitum og giftust eitthvert af fyrri árum fjölskyldunnar á
Klaustri.
Umræður um útgáfu og mermingu
Við heimkomu Gunnars varð það auðvitað fljótt tilefni bollalegg-
inga, hver myndi nú gefa út bækur hans. Um þau mál ræddu þau oft
móðir mín og hann. Sennilega hefir það verið strax fyrsta árið, að
Gunnar sagði okkur, að Jónas frá Hriflu hefði fljótlega eftir heimkom-
una ætlað að fara að stjórna í því og sagt við sig, að „það væri vel til
þess fallið, að Þorsteinn frændi hans M. Jónsson gæfi út bækur hans!“
Gunnar var nú ekki aldeilis á því að láta ráðskast svo með sig, og hló
dátt að þessari afskiptasemi Jónasar. Það var Heimskringla, sem var
dótturforlag Máls og menningar, sem gaf út fyrstu sögu hans eftir
heimkomuna, Aðventu, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, sem kom
út 1939. Svartfugl hafði komið út hjá MFA líka í þýðingu Magnúsar.
Mér er í minni, hve ánægður Gunnar var með þá þýðingu, en hann
sagði, að hann hefði kannski getað hugsað sér að víkja við orði á einum
tveimur til þremur stöðum. Meira hrós frá hendi höfundar er nú líklega
vart hægt að hugsa sér um þýðingu á verki hans.
Eftir útkomu Heiðaharms á forlagi MFA 1940 tóku svo nokkrir vinir
og aðdáendur Gunnars sig saman um að stofna útgáfufélagið Landnámu
í þeim tilgangi að gefa verk Gunnars út í veglegri útgáfu. Var móðir
mín í þeirra hópi. Þar kom fyrst út Skip heiðríkjunnar 1941 í þýðingu
Halldórs Kiljans Laxness. Með því galt Halldór Gunnari gamla skuld,
því að Gunnar hafði rutt honum braut í Danmörku með þýðingu á
Sölku Völku yfir á dönsku. Um þessi mál öll ræddu þau Gunnar og
móðir mín oft og lengi. En ósköp þótti honum miður, hve seint útgáfa
Landnámu gekk. Ég man glöggt, að Gunnar lét í ljós mikla ánægju
með þýðingu Halldórs á Fjallkirkjunni, en bætti þó við: „En þetta er
ekki mín Fjallkirkja“, enda íslenskaði hann hana sjálfur löngu síðar,
eins og flestar meiri háttar sögur sínar.
Góð vinátta var milli þeirra Halldórs og Gunnars á þessum árum og
vorið 1940, þegar Halldór dvaldist einar tvær vikur hjá móður minni
á Hallormsstað, fylgdi ég honum upp í Klaustur, þar sem hann gisti
Gunnar. Einum tveimur árum síðar kom út þáttasafn Halldórs „Sjö