Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 19
MÚLAÞING
17
árið sem hann varð fimmtugur. Þá átti hann þó óunnið mikið starf og
merkt, í rauninni annað ævistarf. Frá bernsku var hugur hans vökull
og spyrjandi, áhugamálin mörg, en hæst bar sögu íslendinga og bók-
menntir fornar. Með árum auðgaði hann anda sinn og þekkingu á
miklum lestri, sjálfsnámi á mörgum sviðum, og nú kom í ljós afrakstur
elju hans í tómstundum. Flann gerðist mikilvirkur rithöfundur og kom
hver bókin af annarri frá hans hendi: Við vötnin ströng, kvæði 1947,
Smiður Andrésson og þættir 1949, íslenzki bóndinn 1950, Páll Ólafsson
skáld, ævisaga 1956, Eiðasaga 1958, Fólk og saga 1958, Saga Kaupfélags
Héraðsbúa 1959, íslenda, bók um forníslenzk fræði, 1963 ( 2. útg.
1974), í Sögutúni 1979, Kvöldvísur, lítið vísnasafn, 1981 og loks Ævi-
saga Jónasar Kristjánssonar læknis 1987.
Hann birti fjölmargar greinar og ritgerðir í blöðum, tímaritum og
safnritum, einkum um sögu, landbúnaðarmál og stjórnmál, auk manna-
minna og sagnaþátta. Meðal þess efnis er viðamikil ritgerð um Hallgrím
Ásmundsson í Stóra-Sandfelli og er hún prentuð í Austurlandi, safni
austfirzkra fræða, II. bindi. Einnig flutti hann margt útvarpserinda.
Þá sá hann, ásamt Einari Bjarnasyni ríkisendurskoðanda, um útgáfu
á Ættum Austfirðinga séra Einars Jónssonar, er komu út á árunum
1953 - 1966.
Hann var kjörinn heiðursfélagi Kaupfélags Héraðsbúa 1959.
Skoðanir Benedikts frá Hofteigi runnu ekki hefðbundinn farveg, er
fræðimenn um sögu íslands og fornbókmenntir höfðu skapað. Að þessu
víkur Adda Bára Sigfúsdóttir í minningargrein um hann 11. október
1989:
Fornbókmenntir og saga þjóðarinnar voru honum hjartfólgin viðfangsefni.
Hann vildi ekki rengja ritaðar heimildir, heldur leita skýringa á textum þeirra
og komast að niðurstöðu um hvernig bæri að túlka þá texta. Hann var kunnugur
á söguslóðum Hrafnkelssögu og hélt því fram gagnstætt ríkjandi söguskoðun,
að rétt væri þar farið með frásagnir af byggð í Hrafnkelsdal. Nýjasta tækni við
könnun á landi hefur nú sannað, að þar hafði Benedikt rétt fyrir sér.
Benedikt rannsakaði sérstaklega tiltækar heimildir um upphaf íslandsbyggðar
og benti með gildum rökum á, að ekki sé allan sannleikann um landnám íslands
að finna í íslendingabók og Landnámu. Hann var sjálfstæður í hugsun og fundvís
á rök og skorti ekki dirfsku til að setja fram nýjar kenningar um fyrstu byggð
í landinu og uppruna íslenskrar fornmenningar. Þessar kenningar setti hann
fram í bók sinni íslendu, sem fyrst kom út 1963. Hann var kappsfullur söguskýr-
andi og hélt sínum kenningum fast fram hvort sem hann átti orðastað við lærða
eða leika.