Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 22
20
MÚLAÞING
um þinghald, við Þinghöfða. Víst er að eftir að landið gekk á vald
Hákonar gamla Noregskonungs 1262 voru nyrðri lögþingstaðirnir tveir
sameinaðir með þinghald sitt að Þingmúla.
Með stjórnlagabreytingu þeirri er kennd er við Þórð gelli er talið að
eitt yfirþing í fjórðungi hverjum hafi verið sett um 963. Fyrir Austfirð-
ingafjórðung var því þingi valinn staður undir Kiðjafelli í Fljótsdal að
talið er. Síðar mun því þingi hafa verið valinn staður undir Lónsheiði
sunnanvert. Enn eru ónefndir tveir þingstaðir á Fljótsdalshéraði er
glöggar minj ar sj ást um. Munu það hafa verið einkaþingstaðir höfðingj a
og goða. Þetta eru þingstaðirnir í Lambanesi í Hjaltastaðaþinghá og
Freysnesi í Fellum.
Þá má nefna hin svokölluðu þriggja hreppa þing, sem haldin voru
víða um landið. Álitið er að hirðstjórar eða lögmenn hafi boðað til
þessara þinga á yfirreið sinni um landið. Ekki er getið um neinn sérstak-
an þingtíma í sambandi við þetta þinghald. Þriggja hreppa þing var
lengi háð að Egilsstöðum á Völlum, eru þar glöggar minjar um þing-
staðinn. Þessa þings er víða getið í heimildarritum, var þar dæmt í
málum manna. Ýmsir fengu þar sinn dauðadóm, minnir örnefnið
Gálgaás á aftökustaðinn.
Brúarþing haldið við trébrú á Jökulsá hjá Fossvöllum, þessa þings
er getið um 1700. Þingsókn áttu Jökulsdals- og Hlíðarhreppur, sem þá
var einn hreppur, og Tunguhreppur. Þetta gæti hafa verið þriggja
hreppa þing, Fellahreppur hafi þá verið þriðji hreppurinn. Til þess
bendir það að manntalið 1703 er undirritað á Brúarþingi af hrepp-
stjórum þessara þriggja hreppa.
í Grágás, lagasafni frá Þjóðveldisöld, eru ákvæði um hreppa, stærð
þeirra og skipulag. Þar segir að löghreppar skuli vera hér á landi, það
var löghreppur er 20 búendur voru í eða fleiri. Lögréttumenn gátu þó
samþykkt að þeir væru færri. Þeir búendur áttu að gegna þingfararkaupi
er til hreppatals voru taldir. Hrepparnir voru og eru landfræðilegar
einingar, óháðar goðorðaskiptingu og kirkjusóknum. Mörg rök hníga
að því að hreppaskipun hafi komist á þegar á tíundu öld. Talið er að
upphaf hreppaskipulags sé til komið vegna nauðsynja á skipulegum
fjallskilum, eftirliti með fjármörkum og ekki síst vegna skipulags fram-
færslumála. Með tíundarlögum er sett voru 1097 var hreppnum falið
að innheimta og skipta tíund, fjórði partur fátækratíundar fór til fá-
tækraframfærslu. Ákvæði tíundarlaga eru elstu heimildir um hreppa á
Islandi.
Hreppstjóratitill kemur fyrst fyrir í skjölum sem talin eru vera frá