Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 23
MÚLAÞING
21
miðri 12. öld. Áður voru svokallaðir sóknarmenn taldir fara með frarn-
kæmdavald hreppanna. Gert er ráð fyrir að hreppurinn hafi nokkru
fyrir lok þjóðveldisaldar verið orðinn fullmótuð stjórnarfarsleg eining.
Hann hafði sérstakt þing og dómstól í eigin málum, og fasta starfsmenn
kosna árlega, virðast þeir hafa verið með framkvæmdavald í hreppsmál-
um.
Á árunum 1262 - 1264 játuðust íslendingar undir Noregskonung,
þá ríkti Magnús lagabætir Hákonarson. Fékk hann fyrst samþykkta
hér lögbókina Járnsíðu er gilti í 10 ár, þá Jónsbók er samþykkt var á
Alþingi 1281. Þjóðveldislögin féllu þá úr gildi.
í Jónsbók er hin forna hreppaskipun lögfest að talið er. Eftir það
varð ókleift að breyta hreppamörkum nema með lagaboði. Lítið er
vitað um breytingar af þessu tagi frá 1262 til 1703, þó kom það fyrir.
Á þessu tímabili mælir Jónsbók svo fyrir, að stjórn hvers hrepps skuli
vera í höndum 5 hreppstjórnarmanna. Gert er ráð fyrir tveim hrepps-
fundum á ári. Fundir þessir voru haldnir á vissum stöðum, er nefndust
þingstaðir hreppa, stundum jafnframt dómþing. Gott vitni um það er,
að í dómi sem hreppstjórar í Fljótsdal dæmdu á Bessastöðum árið
1544 um að leigan af Kristfjárjörðinni Arnheiðarstöðum skuli framvegis
vera til framfærslu guðs ölmusumanna, en ekki ganga til Gissurar bisk-
ups Einarssonar, sem tekið hafði loforð af ábúendum um það. Ekki
greina heimildir frá sérstökum þinghúsum á þingstöðum hreppanna á
þessu tímabili, gert var þó ráð fyrir slíkum mannvirkjum og að til
þeirra renni tekjustofn sá er nefndist þingvíti, þ. e. sektir fyrir að
vanrækja þingsókn. Má vera að fundirnir hafi verið háðir undir berum
himni á þjóðveldisöld. Dómhringir eru þekktir á sumum þingstöðum
hreppa, en síðar voru þinghús notuð. Ýmsar breytingar urðu á hreppa-
mörkum í aldanna rás. Litlu eftir 1700 er Vallahreppi skipt í þrennt,
Valla-, Eiða- og Hjaltastaðahrepp. Árið 1886 er Jökuldalshreppi skipt
í Jökuldals- og Hlíðarhrepp. Árið 1841 er Austurhreppur á Langanesi
sameinaður Sauðaneshreppi og tilheyrir hann eftir það Þingeyjarsýslu.
Á árabilinu 1821 - 1833 höfðu Ás- og Valþjófsstaðaþingsóknir sam-
eiginlega þingfundi að Arnheiðarstöðum. Þegar Páll Melsteð sýslumað-
ur vildi sameina þessa tvo hreppa, neituðu Fellamenn því og vildu hafa
sinn þingstað að Ási eins og áður var, fengu þeir því ráðið.
Á tímabilinu 1703 - 1872 var framkvæmdastjórn hreppa í höndum
hreppstjóra eins og áður, en staða hreppstjóra breyttist. I íslandslýsingu
Skúlá Magnússonar 1785, kemur fram að sýslumenn útnefna 2-5
hreppstjóra í hverjum hreppi, í stað þess að áður voru þeir kosnir af