Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 24
22
MÚLAÞING
hreppsbúum. Árið 1808 er það lögfest að hreppstjórar skyldu skipaðir
samkvæmt konungsúrskurði, í minni hreppum einn, en tveir máttu
vera í stærri hreppum. Eftir þetta voru hreppstjórar bæði starfsmenn
ríkis og sveitarfélaga, þar til hreppsnefndir komu til sögunnar með
tilskipun frá 1872. Tóku þá hreppsnefndir við málefnum sveitarfélaga,
en hreppstjórar starfa áfram í hverjum hreppi á vegum sýslumanna.
SÝSLUSKIPTING FESTIST í SESSI
Skipting landsins í sýslur, sem sýslumenn fengu til yfirráða, var
nokkuð á reiki fyrir 1500. Núverandi sýslunöfn koma flest fram á 16.
öld. Múlasýslu er getið í skjölum frá 1603. Með hliðsjón af fornum
skjölum virðist líklegast, að Múlaþing allt hafi verið eitt sýslumanns-
umdæmi á 15. og fram á 16. öld, en eitthvað virðist þetta þó hafa verið
á reiki.
í Sýslumannaævum má sjá að Eiríkur Árnason, kallaður „prestahat-
ari“, hélt Múlasýslu alla frá því um 1570 - 1578. Björn Gunnarsson á
Bustarfelli hélt alla sýsluna 1580 - 1593. Árni Magnússon á Eiðum
með alla sýsluna 1601 - 1630. Bjarni Oddsson hefir alla sýsluna 1630
- 1650, bjó á Bustarfelli, sögur herma að hann væri maður harðfengur.
Þorsteinn Þorleifsson hefir alla sýsluna 1659 - 1670.
Á tímabilinu frá því um 1685 - 1779, voru þessi umdæmi oftast þrjú.
Manntalið 1703 gefur það glöggt til kynna að þá er Múlasýsla þrískipt.
1. Nyrsti hluti: Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Jökul-
dals- og Hlíðarhreppur, þá einn hreppur, Tunguhreppur og Fellahrepp-
ur.
2. Miðhluti: Vallahreppur, skipt í þrennt um þetta leyti, Borgarfjarð-
arhreppur, Loðmundarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarhreppur, Mjóa-
fjarðarhreppur og Norðfjarðarhreppur.
3. Syðsti hluti: Fljótsdalshreppur, Skriðdalshreppur, Reyðarfjarðar-
hreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Breiðdals- og Stöðvarhreppur,
Beruneshreppur, Álftafjarðarhreppur og Syðri Álftafjarðarhreppur.
Með konungsbréfi 29. mars 1779 er Múlasýslu skipt í tvo jafna parta,
og hafa þau skipti haldist síðan.
Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á íslandi.
Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar. Hrepps-
nefndir skipuðu 3, 5 eða 7 fulltrúar sem kosnir voru af hreppsbúum.
Tölu nefndarmanna ákvað viðkomandi amtmaður með hliðsjón af
stærð hreppa og íbúafjölda. Kjörtímabil hreppsnefnda var 6 ár með