Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 25
MÚLAÞING
23
þeirri undantekningu þó að 2, 3 eða 4 þeirra fulltrúa er kosnir voru
við fyrstu hreppsnefndarkosningarnar skyldu, eftir samkomulagi eða
hlutkesti, víkja úr nefndinni eftir 3 ár og þá kosið að nýju í þau sæti,
þannig að kosið var á þriggja ára fresti. Leiddi þetta kosningafyrir-
komulag til þess að ekki gengu allir úr nefndinni í einu. Þetta kosninga-
fyrirkomulag hélst til 1938 að farið var að kjósa alla hreppsnefndarmenn
í einu til fjögurra ára, sbr. lög frá 1936.
SKIPTING LANDSINS í ÖMT
Amtmannsembætti kemur til sögunnar árið 1688, til að byrja með
er landið eitt amt. Árið 1770 er landinu skipt í tvö ömt, Suður- og
Vesturamt og Norður- og Austuramt. Mörkin milli amtanna tveggja
voru Jökulsá á Sólheimasandi og Hrútafjarðará. Með konungsúrskurði
1787 er Suður- og Vesturamti skipt í tvennt, Suðuramt og Vesturamt.
Árið 1872 eru því ömtin þrjú, Suðuramt, Vesturamt og Norður- og
Austuramt. Árið 1890 var Austuramtið skilið frá Norðuramtinu, þó
skyldu bæði þessi ömt heyra undir sama amtmann. Á tímabili tilheyrði
Skaftafellssýsla Suðuramtinu, en árið 1893 var Austur-Skaftafellssýsla
skilin frá Suðuramtinu og lögð til Austuramtsins. Mörk Austuramtsins
voru frá Knarrarbrekkutanga á Tjörnesi að Skeiðará.
Amtsráð voru skipuð tveimur fulltrúum kosnum af sýslunefndum í
hverju amti, en amtmaður var forseti ráðsins. Verkefni amtsráðs voru
m. a. að endurskoða og úrskurða alla reikninga sýslumanna, og hafa
yfirstjórn þeirra sveitarstjórnarmála sem sýslufélögin höfðu á hendi.
Amtsráð endurskoðaði reglur um skiptingu vega í þjóðvegi og auka-
vegi. Amtsráð hafði með höndum stjórn ýmissa opinberra sjóða o. fl.
Með lögum frá 1903 var amtmannsembættið lagt niður og amtsráðin
afnumin með sveitarstjórnarlöggjöfinni 1905, en það ákvæði tók þó
fyrst gildi í árslok 1907. Amtsráð Austuramtsins samþykkti þá að bún-
aðarsjóður og búnaðarskólasjóður amtsins skyldu ávaxtast hjá Búnað-
arfélagi íslands og mestum hluta ársvaxta skyldi varið til styrktar bún-
aðarskóla í Austuramtinu.
SÝSLUMENN í NORÐUR-MÚLASÝSLU 1779 - 1988
í aldanna rás hafa störf sýslumanna verið margþætt í þágu ríkisvalds
og að sveitarstjórnarmálum. Ég hefi áður getið nokkurra sýslumanna
sem höfðu völd í Múlasýslu, áður en henni var skipt. Á því tímabili