Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 26
24
MÚLAÞING
sem Múlasýslu var skipt í þrennt, fóru ýmsir merkir menn með sýslu-
völdin, verður þeirra að litlu getið í þessu riti. Sami sýslumaður hafði
gjarnan tvo partana samtímis. Einna minnisstæðastur verður Hans
Wíum á Skriðuklaustri, sem hélt suður- og miðhluta sýslunnar 1740 -
1778, með nokkrum frávikum þó vegna Sunnifumálsins, sem vel er
þekkt af sögum og mun lengi halda nafni Wíums á lofti.
Árið 1779, þegar Múlasýslum voru sett þau mörk sem þær nú hafa,
fékk Pétur Þorsteinsson Norður-Múlasýslu, hann gengdi starfi til 1786.
Pétur hafði áður haft nyrsta og miðhluta Múlasýslu. Hann bjó á Ketils-
stöðum á Völlum, merkur maður, ritaði Ketilsstaðaannál, sem er merkt
heimildarrit á árabilinu 1742 - 1784. Pétur var tvíkvæntur, átti fyrst
Þórunni Guðmundsdóttur prests á Kolfreyjustað, síðar Sigríði Ólafs-
dóttur prests á Kirkjubæ. Guðmundur sonur Péturs fékk sýsluna eftir
föður sinn og hélt hana til 1807. Hann bjó í Krossavík í Vopnafirði.
Kona 1 Þórunn Pálsdóttir prests í Vallarnesi, kona 2 Þórunn Guttorms-
dóttir sýslum. Hjörleifssonar. Páll sonur Guðmundar fékk sýsluna eftir
föður sinn 1807 og gegndi starfi til 1815, hafði þá misst heilsuna og dó
1815. Páll bjó fyrst á Breiðavaði, en síðar og lengst á Hallfreðarstöðum
í Tungu. Kona hans var Malena Jensdóttir verslunarmanns Örums.
Sigfús Árnason prófasts að Hofi í Vopnafirði gegndi starfi sýslumanns
í Norður-Múlasýslu árin 1815 - 1816. Hann var prestlærður og gerðist
kapellán hjá séra Salómoni á Dvergasteini. Sigfús drukknaði í Lagar-
fljóti 1822. Kona hans var Sigríður Guðmundsdóttir sýslumanns í
Krossavík. Páll Melsteð fékk sýsluna 1817 og var í starfi til 1835. Hann
keypti Ketilsstaði á Völlum og bjó þar. Kona Páls var Anna Sigríður
Stefánsdóttir amtmanns. Árin 1835 - 1842 var sýslumaður Carl
Ferdinant Walsöe, danskur maður, bjó á Ketilsstöðum. Melsteð eftirlét
honum staðinn. Árin 1843 - 1845 var settur sýslumaður J. C. Voigt,
danskur maður, var sýslumaður í Suður-Múlasýslu jafnframt. Árin
1845 - 1850 var sýslumaður Pétur Havsteen síðar amtmaður í Norður-
og Austuramti. Pétur bjó á Ketilsstöðum eins og fyrirrennarar hans.
Kona hans var Guðrún dóttir Hannesar prófasts Stephensens. Árin
1850 - 1862 var sýslumaður Þorsteinn Jónsson, hann bjó á Ketilsstöð-
um. Kona Þorsteins var Ingibjörg Elísabet Gunnlaugsdóttir dóm-
kirkjuprests Oddssonar. í ágúst og september árið 1862 var Páll Ólafs-
son skáld settur til að þjóna sýslunni, bjó þá á Höfða á Völlum. Árin
1862 - 1870 var Ole Worm Smith sýslumaður, danskur maður. Hann
bjó á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Kona hans var Benthe Marie dönsk.
Árin 1871 - 1880 var sýslumaður Præben Theodor Emanuel Böving,