Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 28
26
MÚLAÞING
var Matthildur Einarsdóttir rithöfundar Kvarans. Jón Þór Sigtryggsson
var settur aðstoðarmaður Ara tvö síðustu árin. Árin 1938 - 1953 var
sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði Hjálmar Vilhjálmsson frá Há-
nefsstöðum, síðar ráðuneytisstjóri í Reykjavík. Kona hans var Guð-
ríður Sigrún Helgadóttir Fossi á Síðu. Árin 1953 - 1980 var Erlendur
Björnsson sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði, húnvetnskur
maður, bjó í Firði í Seyðisfirði. Kona hans var Katrín Jónsdóttir bónda
í Firði. Frá árinu 1981 er Sigurður Helgason yfirlæknis Ingvarssonar,
sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Kona
hans er Gyða Stefánsdóttir iðnaðarmanns í Reykjavík, Runólfssonar.
SÝSLUNEFNDARMANNATAL
í NORÐUR-MÚLASÝSLU 1874 - 1988
Sýslunefndir fara með margs konar málefni varðandi samstarf hreppa
innan hverrar sýslu. Ákvæði um kosningarétt og kjörgengi til sýslu-
nefndar eru samsvarandi ákvæðum varðandi hreppsnefndarkosningar.
Hver hreppur kýs einn fulltrúa í sýslunefnd, og reyndar annan til vara,
upphaflega til 6 ára, en síðar, eða frá 1938, til fjögurra ára. Hér á eftir
fer tal sýslunefndarmanna, en síðar verður nánar sagt frá störfum
sýslunefndar í Norður-Múlasýslu.
1. 1874- 1887:
2. 1888 - 1890:
3. 1891 - 1907:
4. 1907 - 1910:
Skeggjastaðahreppur
ÞórarinnHálfdánarsonbóndiBakkaf. 1830 d. 1916.
Kona Hólmfríður Sigurðardóttir frá Miðfjarðarnes-
seli.
Jón Gunnlaugur Halldórsson prestur Skeggjastöð-
um f. 1849 d. 1924, þríkvæntur. Kona 1 Oktavía
Karlsdóttir Grönvold. Kona 2 Ragnheiður Daníels-
dóttir. Kona 3 Soffía alsystir Ragnheiðar, þær voru
frá Hólmum í Reyðarfirði.
Valdimar Magnússon bóndi og hreppstjóri Bakka
f. 1856 d. 1915. Kona Þorbjörg Þorsteinsdóttir frá
Miðfirði.
Magnús Þórarinsson bóndi og smiður Steintúni f.
1871 d. 1910. Kona Jórunn Sigríður Daníelsdóttir
Thorlacius frá Stykkishólmi.