Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 43
MÚLAÞING
41
umsvifin hafa aukist og verkefnum fjölgað. Samgöngumálin hafa orðið
umfangsmikil, enda mikils krafist á þeim vettvangi. Menntamál og
heilbrigðismál urðu snar þáttur í störfum sýslunefnda, og fleira mætti
nefna.
Eftir að amtsráð voru lögð niður 1907, sáu sýslumenn alfarið um
afgreiðslu reikninga sýslusjóðs og annarra sjóða í vörslu sýslunnar.
Margir mætir menn koma við söguna sem endurskoðendur þessara
reikninga, sem frá upphafi miðuðust við almanaksárið:
1875 - 1879 Björn Halldórsson, Úlfsstöðum Loðmundarfirði.
1880 - 1891 Sigurður faktor Jónsson, Vestdalseyri Seyðisfirði.
1892 Bjarni Siggeirsson, Seyðisfirði.
1893 - 1925 séra Björn Þorláksson, Dvergasteini Seyðisfirði.
1926 - 1928 séra Sveinn Víkingur Grímsson, Dvergasteini.
1929 - 1937 Sigurður Vilhjálmsson, Hánefsstöðum Seyðisfirði.
1938 - 1946 Stefán Baldvinsson, Stakkahlíð Loðmundarfirði.
1947 - 1966 Baldvin Trausti Stefánsson, Sævarenda Loðmundarfirði.
1967 - 1969 Þorsteinn Sigfússon, Sandbrekku.
1970 - 1971 Matthías Eggertsson, Skriðuklaustri.
1972 - 1974 Friðrik Sigurjónsson, Ytri-Hlíð Vopnafirði.
1975 - 1988 Jón Víðir Einarsson, Hvanná Jökuldal.
Frá því að sýslunefndir hófu störf, hafa reikningar sveitarsjóða ár
hvert komið til endurskoðunar og umræðu á sýslunefndarfundum og
verið þar afgreiddir. Frá upphafi til ársins 1927 var reikningsár hrepp-
anna fardagaárið, en síðan almanaksárið. í upphafi sendu oddvitar
hreppanna reikninga þessa beint til sýslumanns, og sá hann um endur-
skoðun þeirra, áður en þeir voru lagðir fyrir sýslufund til umfjöllunar
og samþykktar. Um 1890 og eftir það er á fundum sýslunefndar kosinn
sérstakur endurskoðandi hreppareikninga og oddvitum hreppanna falið
að senda reikningana beint til hans, það tímanlega að endurskoðun sé
lokið fyrir sýslufund.
Endurskoðun þessa hafa annast eftirtaldir menn:
1891 - 1923 séra Björn Þorláksson, Dvergasteini Seyðisfirði.
1924 - 1942 Jón Jónsson bóndi, Hvanná Jökuldal.
1943 - 1966 Sigurður Vilhjálmsson bóndi, Hánefsstöðum Seyðis-
firði.
1967 - 1985 Helgi Gíslason verkstjóri, Helgafelli Fellum.
1986 - 1988 GunnarGuttormssonbóndi, Litla-BakkaTunguhreppi.
Snemma var sá háttur á hafður að skipa starfsnefndir á sýslufundum
til að auðvelda gerð tillagna um mál þau er leysa þurfti. Um og eftir