Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 44
42
MÚLAÞING
1930 hófust fundir með því að skipað var í starfsnefndir. Nefna má
þessar nefndir, sem voru nokkuð árvissar:
Reikninganefnd, atvinnumálanefnd, fjárhagsnefnd, samgöngumála-
nefnd, menntamálanefnd og allsherjarnefnd. Auk þessara nefnda voru
stundum skipaðar nefndir til að gera sérstakar tillögur um ýmiss konar
mál sem leysa þurfti.
Oftast voru sýslufundir haldnir á Seyðisfirði, enda hafði sýslumaður
sitt aðsetur þar ásamt sínu starfsliði. Nokkrir fundir hafa þó verið
haldnir annars staðar. Fyrsti fundurinn, sem var stuttur mjög, var
haldinn á Fossvöllum í Fllíðarhreppi 27. apríl 1875, sá fundur var
boðaður til þess að kjósa tvo menn í amtsráð, annað gerðist ekki þar.
Á Rangá í Flróarstungu voru aðalfundir haldnir árin 1881, 1886, 1887,
1889 - 1894. Á Ekkjufelli 1882, á Höfða á Völlum 1883, á Ormarsstöð-
um í Fellum 1884. Á Eiðum 1888, 1895 - 1899 og 1903, 1904, 1906.
Eftir þetta er ekki vikið frá Seyðisfirði með fundina, fyrr en Sigurður
sýslumaður Helgason ákvað að breyta til og velja aðra fundarstaði.
Þótti fundarmönnum þetta ánægjuleg nýbreytni og þökkuðu Sigurði
hana af heilum huga. Árið 1984 var sýslufundur haldinn í Hótel Tanga
á Vopnafirði, árið 1985 í Brúarásskóla Hlíðarhreppi, 1986 í Fjarðar-
borg Borgarfirði og 1987 í Fellaskóla Fellahreppi.
Á árabilinu 1879 - 1918 voru oft haldnir sameiginlegir fundir beggja
Múlasýslna, aðallega vegna brúarbyggingar á Eyvindará og stofnunar
búnaðarskólans á Eiðum og reksturs hans. Fundir þessir voru fyrstu
árin haldnir á Miðhúsum í Eiðaþinghá og síðar oftast á Eiðum.
Lengi vel bera fundargerðir það ekki með sér hverjir voru skipaðir
ritarar á sýslufundum, en 1909 og eftir það voru það oftast fulltrúar
eða starfsmenn sýslnanna. Á tímabili voru þó eftirtaldir sýslunefndar-
menn skipaðir fundarritarar: Stefán Baldvinsson Stakkahlíð 1942 -
1946, Sigurður Vilhjálmsson Hánefsstöðum 1947 - 1959, Þorsteinn
Sigfússon Sandbrekku 1963 - 1973 og Friðrik Sigurjónsson Ytri-Hlíð
1974.
Ábúendur þjóðjarða, sem flestar voru kirkjueignir, þurftu leyfi sýslu-
nefndar til að kaupa þær jarðir. Þyrftu hreppar eða fyrirtæki á þeirra
vegum lán að taka, varð sýslan að leyfa þær lántökur og oft að taka á
sig ábyrgð á greiðslu slíkra lána, einnig þurftu hreppar leyfi til að
veðsetja eignir sínar.
Meðan hreppstjórar í hverjum hreppi sáu um framtöl fólks til skatts,
kaus sýslunefnd tvo menn í yfirskattanefnd, fyrst kosið í þá nefnd
1878. Einnig kaus sýslunefnd tvo menn í yfirkjörstjórn vegna alþingis-