Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 46
44
MÚLAÞING
1906 Hjálmar Guðjónsson bóndi, Stakkahlíð Loðmundarfirði.
1907 Framtíðin hf. til að setja upp verslun í Ekkjufellslandi við
brúna.
1907 Guðmundur Snorrason bóndi, Stuðlafossi Jökuldal.
1907 Björn Jónasson bóndi, Hámundarstöðum Vopnafirði.
1933 Sigurður Forsteinsson kaupmaður, verslun við Lagarfljótsbrú.
1952 Sigbjörn Brynjólfsson Ekkjufelli, verslun við Lagarfljótsbrú.
1969 Gunnar Ragnarsson bóndi, Fossvöllum Jökulsárhlíð.
Reikningar sýslusjóðs og sýsluvegasjóðs komu ávallt til athugunar
og samþykktar á sýslufundum. Ennfremur ellistyrktarsj óðsreikningar.
Lengi vel störfuðu ellistyrktarsjóðir í hverjum hreppi undir umsjón
sýslunnar, eða þar til Tryggingarstofnun ríkisins fær þá til meðferðar
um 1938.
Einnig hefir sýslan haft til varðveislu og meðferðar eftirtalda sjóði,
og hefir sýslunefnd árlega samþykkt reikninga þeirra og úthlutun
styrkja úr þeim:
1. Minningarsjóður Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns
Péturssonar prestshjóna að Desjarmýri og Hjaltastað. Samkvæmt
skipulagsskrá sjóðsins, sem út var gefin 1945, er námsfólki veittur
styrkur úr sjóðnum árlega, allt að 9/io hlutum vaxta hans.
2. Gjafasjóður Guðmundar Snorrasonar bónda Stuðlafossi Jökul-
dal, til eflingar landbúnaði.
3. Styrktarsjóður ekkna og barna þeirra Seyðfirðinga er í sjó
drukkna. Skipulagsskrá útgefin 1901.
4. Gjafasjóður Guttorms prófasts Þorsteinssonar, verðlaun veitist
úr sjóðnum fyrir nytsöm alþýðurit.
5. Sjóður séra Björns Þorlákssonar á Dvergasteini.
Á tímabili var í vörslu sýslunnar svokallaður Klæðaverksmiðjusjóður,
en sameinaður var hann sýslusjóði 1960. Upp úr síðustu aldamótum stóð
til að koma á fót klæðaverksmiðju á Seyðisfirði, og til að fjármagna það
fyrirtæki var sjóður þessi myndaður, en ekki varð af framkvæmdum.
Mörg voru þau erindi sem sýslunefnd þurfti að afgreiða á fundum
sínum, einnig afgreiddu sýslumenn ýmsar beiðnir milli funda með vænt-
anlegu samþykki sýslunefndar.
Árið 1943 varFjórðungsþing Austfirðingastofnað. Sýslunefndir kusu
fulltrúa til að mæta á fundum þingsins, og nokkurn fjárstyrk fékk það
fá sýslum og kaupstöðum í fjórðungnum. Þing þetta starfaði til 1966,
þá var Samband austfirskra sveitarfélaga stofnað. Um starfsemi Fjórð-
ungsþingsins má fræðast í tímaritinu Gerpi.