Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Qupperneq 50
48
MULAÞING
vikri og ösku, þannig að fá eru talin dæmi til slíks. Vestanstormur réði
því að mökkinn lagði austur yfir landið. Eftir því sem fjær dró gosstað
breikkaði öskugeirinn. Miðað við öskumagn féll mest askan yfir Jökul-
dal, Fell, Fljótsdal, Velli og Skóga, Eiðaþinghá, Skriðdal, Framtungu
og Hjaltastaðaþinghá. Þá féll einnig nokkur aska í Borgarfirði, Loð-
mundarfirði, Seyðisfirði, Mjóafirði, Norðfirði, Reyðarfirði og allt suð-
ur í Breiðdal. Mest kvað að býsnum þessum á Jökuldal ofanverðum.
Sagt er að öskulagið þar hafi orðið 4 til 8 þumlungar að þykkt og
vikurmolarnir sumir tveggja hnefa stórir. Askan þar var glóðheit er
hún kom fyrst niður. í Fellum og á Völlum var öskulagið um þriggja
þumlunga þykkt og einnig í Fljótsdal. í öðrum hreppum á Héraði
heldur þynnra. I fjörðum var öskulagið víðast hvar þynnra og vikur-
kornin þar minnst. Sagt er að um 16 býli á Efra Jökuldal hafi lagst í
eyði um sinn, en meiri eða minni skemmdir hafi orðið á nærri 200
jörðum öðrum.
Sýslunefndin í Norður-Múlasýslu fól oddvita sínum að senda skýrslu
um ástandið til landshöfðingja.
Samskot voru hafin hérlendis og erlendis til að bæta nokkuð úr
bágindum í öskusveitunum. Var auk íslands safnað fé í Danmörku,
Noregi og Bretlandi. Landshöfðingi veitti því fé viðtöku, er safnaðist
í peningum, sýslunefndir sáu um að skipta því milli sveitarfélaganna,
en hreppsnefndir skiptu því síðan milli búenda. Á fundi sýslunefndar
Norður-Múlasýslu 27. ágúst 1875 komu til skipta kr. 5.000,00 og á
fundi 27. september 1877 komu til skipta kr. 4.000,00.
Þessu fé skipti sýslunefndin þannig:
Jökuldalshreppur kr. 1.720,00, Fljótsdalshreppur kr. 1.400,00, Fella-
hreppur kr. 1.150,00, Borgarfjarðarhreppur kr. 1.000,00, Seyðisfjarð-
arhreppur kr. 700,00, Hjaltastaðahreppur kr. 600,00, Tunguhreppur
kr. 530,00, Loðmundarfjarðarhreppur kr. 350,00.
Eftir stóðu þákr. 1.550,00 af hinum svokölluðuöskupeningum. Voru
þeir peningar lagðir í sjóð, sem grípa mætti til ef aðra slíka plágu bæri
að höndum á íslandi, en vöxtum af sjóðnum átti að verja til að efla
landbúnað í Múlasýslum. Sýslunefndin samdi þakkarávarp til þeirra í
Danmörku, er safnað höfðu gjafafé þar handa þeim bágstöddu í ösku-
sveitunum.
Eiríkur Magnússon bókavörður í Cambridge í Englandi beitti sér
fyrir samskotum á Bretlandseyjum og varð vel ágeng^. Mun hann hafa
ráðið mestu um það að keypt voru um 150 tonn af fóðurkorni, er flutt
var á skipi til Austfjarða í 100 punda sekkjum. Var korni þessu skipt