Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 59

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Page 59
MÚLAÞING 57 1907 gengu í gildi lög um fræðslu barna, samkvæmt þeim lögum sáu sveitarfélög ásamt heimilunum um fræðslu barna til 14 ára aldurs. Þá komu til sögunnar farskólar í sveitum. Áður voru börn ekki skólaskyld, og áttu prestar að sjá um að þau lærðu að lesa, skrifa og reikna, ásamt kristnum fræðum. Hafði sýslunefnd þá oft afskipti af skólahaldi og að kennarar fengju laun sín greidd úr landssjóði að hluta til eins og vera átti. Árið 1881 fær Seyðisfjarðarhreppur leyfi sýslunefndar til að byggja barnaskóla á Seyðisfjarðaröldu, og árið 1892 fær sami hreppur leyfi til að byggja barnaskóla á Vestdalseyri. Seyðisfjörður fékk kaupstaðar- réttindi árið 1894. Utan kaupstaðarins starfaði Seyðisfjarðarhreppur, hann fékk leyfi til að kaupa svokallað Patersonshús á Hánefsstaðaeyri, til að hafa þar barnaskóla. Árið 1891 biðja tveir sveitakennarar á Héraði um meðmæli sýslunefndar til að fá styrk úr landssjóði vegna kennslustarfa. Árið 1903 samþykkti sýslunefnd að Borgarfjarðarhreppur fengi að láni kr. 3.000,00 - 4.000,00 til að fullgera bindindis- og barnaskólahús á Bakkagerði og 1905 er veitt heimild til að stækka þetta hús. Húsið brann 1906, en var endurbyggt. Þar starfaði Unglingaskóli Borgarfjarð- ar á árunum 1910 - 1920. Þorsteinn M. Jónsson alþingismaður beitti sér fyrir stofnun og rekstri skólans. Þorsteinn var þá búsettur á Borg- arfirði. Sýslunefnd samþykkti að styrkja skóla þennan árlega með fjár- framlagi. Árin 1909 - 1911 fékk Hákon Finnsson fjárstyrk til unglinga- skólahalds á Breiðavaði og í Mýnesi í Eiðaþinghá á Héraði. Unglinga- skóla á Vopnafirði var veittur fjárstyrkur árlega frá 1911 - 1917. Kvennaskóli Það kemur fram á sýslunefndarfundi 1895, að starfandi er nefnd til að athuga um stofnun kvennaskóla á Austurlandi. Nefnd þessi skilar áliti sínu á þeim fundi. Bendir nefndin á Eiða sem stað fyrir skólann. Þessu erindi var vísað til alþingismanna. Á fundi sýslunefndar 1898 var kvennaskólamálið til umræðu. Þá samþykkt að koma á sameigin- legum fundi sýslunefnda Múlasýslna til að ræða þetta mál frekar. Á sameiginlegum fundi sem haldinn var 1906 eru þessi mál rædd og skipuð nefnd í málið. Á næstu fundum er þetta mál til umræðu. Komu fram tillögur um ýmsa skólastaði, svo sem Dvergastein í Seyðisfirði, Kolla- leiru í Reyðarfirði, einnig að stofna húsmæðradeild við Eiðaskóla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.