Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 62
60
MÚLAPING
urðsson bóndi og smiður á Miðhúsum sá um verkið frá upphafi til
enda. Tókst honum með hjálp góðra manna að ljúka viðgerð kirkjunnar
og kirkjugarðsins. Stefnt var að því að hafa hátíðarmessu í kirkjunni
að lokinni viðgerð. Messað var 27. júlí 1986, kirkjugestir voru um 90
talsins. Séra Sverrir Haraldsson predikaði, og þeir séra Sigmar Torfason
prófastur og séra Magnús sóknarprestur á Seyðisfirði þjónuðu fyrir
altari. Að messu lokinni voru nokkur ávörp flutt.
Sýslan þurfti litlu til að kosta vegna viðgerðar kirkju og kirkjugarðs,
því Halldór o. fl. unnu þetta í sjálfboðavinnu. Á fundi sýslunefndar
1985 var um það rætt að staðsetja fólksvang í Loðmundarfirði.
BÚHAGIR
Sýslufélögin hafa frá fornu fari haft margháttuð afskipti af atvinnulífi
landsmanna með þeim hætti að efla atvinnugreinar með fjárstuðningi
og annarri fyrirgreiðslu. Eftir að sýslunefndir komu til sögunnar, fengu
þær slík málefni til umfjöllunar og afgreiðslu. Hér á eftir verður getið
nokkurra mála sem sýslunefnd Norður-Múlasýslu fékk til afgreiðslu á
fundum sínum og snerta búhagi fólksins í sýslunni.
Árin 1879 og 1880 er Guttormur búfræðingur Vigfússon ráðinn til
að ferðast um og leiðbeina bændum við ræktun lands o. fl. Laun sín
fékk hann greidd af svonefndum öskupeningum, sem inni stóðu á
Vestdalseyri. Árið 1881 var Halldóri Hjálmarssyni búfræðingi veittur
styrkur til að leiðbeina bændum við ræktun lands í Vopnafirði og í
Skeggjastaðahreppi. Á árabilinu 1883 - 1890 greiðir landssjóður nokk-
urn styrk til eflingar búnaði, sýslan skipti þeim styrk milli hreppa í
samráði við sýslunefnd. Um 1890 eru komin til sögunnar búnaðarfélög
í öllum hreppum sýslunnar, veitir sýslan þeim nokkurn styrk, sem
byggist á skýrslum skoðunarmanna jarðabóta. Árið 1892 fá eftirtalin
félög styrk: Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps, Útfella og Framtungu,
Hjaltastaðahrepps, Hlíðarhrepps og Borgarfjarðarhrepps. Árið 1900
eru tilnefndir á sýslufundi til að skoða jarðabætur: Stefán búfræðingur
Halldórsson Vopnafirði fyrir Vopnafjarðar- og Skeggjastaðahreppa,
Jón Jónsson búfræðingur Hrafnabjörgum fyrir Hérað að undantekinni
Hjaltastaðaþinghá, Þórarinn búfræðingur Benediktsson í Gilsárteigi
fyrir Borgarfjörð, Loðmundarfjörð og Seyðisfjörð.
Árið 1903 eru tilnefndir til að skoða jarðabætur næstu 3 ár: Jón
Hallgrímsson Torfastöðum fyrir Vopnafjarðar- og Skeggjastaða-
hreppa, Jón Jónsson búfræðingur Eiðum fyrir Hérað að undanskilinni