Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Side 64
62
MÚLAÞING
Ræktunarsjóður íslands veitti verðlaun þeim bændum sem sköruðu
fram úr í túnrækt. Til þess að fá slík verðlaun þurftu bændur meðmæli
sýslunefndar. Það má sjá í sýslufundargerðum að eftirtaldir bændur fá
slík meðmæli: 1903 séra Björn Þorláksson Dvergasteini Seyðisfirði,
Vilhjálmur Arnason Hánefsstöðum Seyðisfirði og Baldvin Benedikts-
son Þorgerðarstöðum í Fljótsdal. 1904 Brynjólfur Bergsson bóndi Ási
í Fellum og Runólfur Bjarnason bóndi Hafrafelli í Fellum. 1905 Erling-
ur Filippusson bóndi Brúnavík og Baldvin Jóhannesson bóndi Stakka-
hlíð í Loðmundarfirði, einnig Gísli Sigfússon bóndi Meðalnesi í Fellum.
1906 Þórður Jónasson bóndi Ljósalandi Vopnafirði. 1909 Sigbjörn
Björnsson bóndi Ekkjufelli Fellum. 1910 Gísli Helgason bóndi Skógar-
gerði Fellum. 1911 Björn Hallsson bóndi Rangá Tunguhreppi. 1915
Stefán Filippusson bóndi Brúnavík Borgarfjarðarhreppi. Til var Styrkt-
arsjóður Kristjáns konungs 9. sem veitti heiðursverðlaun dugnaðar-
bændum við ræktun. Til að fá verðlaun þurftu þeir meðmæli sýslunefnd-
ar. Þessir eru nefndir sem meðmæli fengu: 1894 Halldór Magnússon
bóndi Sandbrekku Hjaltastaðaþinghá, 1902 Eiríkur Einarsson bóndi
Bót Hróarstungu og Halldór Benediktsson bóndi Skriðuklaustri
Fljótsdal, 1911 Sigmundur Jónsson bóndi Gunnhildargerði Tungu-
hreppi, 1940 Björn Guðmundsson bóndi Sleðbrjótsseli Hlíðarhreppi.
Á sýslufundi 1904 er samþykkt áskorun um að landssjóður endurskoði
lög um túngirðingar, með það í huga að styrkur fáist út ágrjótgarða.
Á sýslufundi 1881 var rætt um breytingar á fiskveiðisamþykkt í Seyð-
isfirði, Loðmundarfirði og Borgarfirði ásamt víkum. Leiddu þessar
umræður til þess að kosin var 1884 nefnd til að athuga fiskveiðar við
strendur Norður-Múlasýslu. Sú nefnd ræddi málið við rétta aðila, og
varð niðurstaðan sú, að 1888 var gerð samþykkt um fiskveiðar á opnum
bátum á Vopnafirði, og árið 1889 gerð ný fiskveiðisamþykkt fyrir Seyð-
isfjörð, Loðmundarfjörð og Borgarfjörð.
Árið 1937 var á sýslufundi kosin þriggja manna nefnd til að vinna
að eflingu skógræktar, ásamt nefnd þeirri sem sýslunefnd Suður-Múla-
sýslu hafði kosið í sama tilgangi. Styrkur er veittur Skógræktarfélagi
Austurlands fýrst árið 1940, síðan svo til árlega frá 1945 - 1975 og
síðast árið 1982 kr. 4.000,00.
Árlega frá 1899 - 1940 komu til umfjöllunar á sýslufundum skýrslur
um búfjárskoðanir og fóðurforðaskoðanir frá öllum hreppum í sýsl-
unni. Þessi skoðun byggðist á svokölluðum horfellislögum, sem sett
voru 1898. Gert var sérstakt form fyrir skýrslu, sem skoðunarmenn
útfylltu, m. a. var þar dálkur fyrir einkunnagjöf, þannig að sjá mátti